Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2016 14:45 Tim Cahill, ástralski landsliðsmaðurinn sem leikur með Shanghai Shenhua í kínversku úrvalsdeildinni, segir það aðeins tímaspursmál hvenær eitthvað lið í deildinni greiði 100 milljónir dollara (70 milljónir punda, 13 milljarðar íslenskra króna) fyrir leikmann. Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum en það hófst með kaupum Shanghai SIPG á Elkeson frá Guangzhou Evergrande. Hann kostaði 18 milljónir evra. Fyrrverandi Íslendingaliðið Jiangsu Suning borgaði svo 28 milljónir evra fyrir Ramires frá Chelsea áður en Evergrande keypti Jackson Martínez frá Atlético Madríd fyrir 42 milljónir evra. Jiangsu var fljótt að ná metinu aftur með 50 milljóna evra kaupum á Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk. „Þegar ég fór fyrst til Kína vissi ég alveg hver hugsjónin var. Ég vissi hvað stóð til og hvað liðin vildu gera. En að sjá hversu langt þetta er komið er alveg klikkað,“ segir Cahill í viðtali við Fox Sports. Leikmenn á borð við Gervinho og Fredy Guardin færðu sig einnig til kína í janúar en á síðustu leiktíð spiluðu þar Paulinho, Demba Ba, Stephane Mbia og Asamoah Gyan. Shanghai Shenhua gæti svo verið að ganga frá kaupum á Ezequiel Lavezzi frá PSG. „Kínversku liðin eiga pening og þau vilja gera eitthvað. Þau skilja um hvað þetta snýst og ef þau eru ekki ánægð með leikmenn þá bara fara þeir. Þess vegna er leikmannaveltan svona mikil. Maður sér mikið af leikmönnum koma og fara,“ segir Cahill. „Það er ruglað að sjá þetta og þetta mun bara verða verra. Þessi deild á eftir að verða stór. Það styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn og það auðveldlega,“ segir Tim Cahill. Fótbolti Tengdar fréttir Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Sjá meira
Tim Cahill, ástralski landsliðsmaðurinn sem leikur með Shanghai Shenhua í kínversku úrvalsdeildinni, segir það aðeins tímaspursmál hvenær eitthvað lið í deildinni greiði 100 milljónir dollara (70 milljónir punda, 13 milljarðar íslenskra króna) fyrir leikmann. Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum en það hófst með kaupum Shanghai SIPG á Elkeson frá Guangzhou Evergrande. Hann kostaði 18 milljónir evra. Fyrrverandi Íslendingaliðið Jiangsu Suning borgaði svo 28 milljónir evra fyrir Ramires frá Chelsea áður en Evergrande keypti Jackson Martínez frá Atlético Madríd fyrir 42 milljónir evra. Jiangsu var fljótt að ná metinu aftur með 50 milljóna evra kaupum á Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk. „Þegar ég fór fyrst til Kína vissi ég alveg hver hugsjónin var. Ég vissi hvað stóð til og hvað liðin vildu gera. En að sjá hversu langt þetta er komið er alveg klikkað,“ segir Cahill í viðtali við Fox Sports. Leikmenn á borð við Gervinho og Fredy Guardin færðu sig einnig til kína í janúar en á síðustu leiktíð spiluðu þar Paulinho, Demba Ba, Stephane Mbia og Asamoah Gyan. Shanghai Shenhua gæti svo verið að ganga frá kaupum á Ezequiel Lavezzi frá PSG. „Kínversku liðin eiga pening og þau vilja gera eitthvað. Þau skilja um hvað þetta snýst og ef þau eru ekki ánægð með leikmenn þá bara fara þeir. Þess vegna er leikmannaveltan svona mikil. Maður sér mikið af leikmönnum koma og fara,“ segir Cahill. „Það er ruglað að sjá þetta og þetta mun bara verða verra. Þessi deild á eftir að verða stór. Það styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn og það auðveldlega,“ segir Tim Cahill.
Fótbolti Tengdar fréttir Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Sjá meira
Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00
Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45