Fótbolti

Hjörvar um rekstrartapið hjá ÍA: „Hvernig getur þetta gerst?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson í leik ÍA og Breiðabliks síðasta sumar.
Stefán Teitur Þórðarson í leik ÍA og Breiðabliks síðasta sumar. Vísir/Daníel

Hjörvar Hafliðason sparkspekingur velti því fyrir sér í þættinum Sportinu í kvöld hvernig knattspyrnudeild ÍA fór að því að tapa rúmlega sextíu milljónum króna á síðasta rekstrarári.

ÍA var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld í vikunni þar sem Guðmundur Benediktsson, aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og Hjörvar ræddu málin en Skagamenn enduðu í 10. sæti deildarinnar í fyrra eftir stórkostlega byrjun.

„Það er hrein og klár krafa upp á Skaga um að það verði spilaður öðruvísi fótbolti. Það var alveg ljóst eftir síðasta tímabil og margir töldu sig sjá það meðan undirbúningstímabilið var í gangi að það væri verið að reyna gera eitthvað annað,“ sagði Hjörvar en Skagamenn voru ansi beinskeyttir á síðustu leiktíð.

Næst barst umræðan að tapinu sem varð á rekstri ÍA í fyrra en ekkert lið í efstu deild karla tapaði meiri pening en Skagamenn á síðustu leiktíð. Þeir töpuðu rúmlega sextíu milljónum á síðasta ári og nú á að taka til hendinni.

„Ef við tölum um peningana. Þetta voru ekki þrjár eða fjórar milljónir. Þetta voru rúmar sextíu milljónir rúmar. Maður veltir því bara fyrir sér: hvernig getur þetta gerst?“

Hluta af umræðunni um ÍA má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportið í kvöld - Hjörvar um ÍA

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.