Davíð til starfa 29. október 2004 00:01 Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!". Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!".
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira