Davíð til starfa 29. október 2004 00:01 Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!". Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!".
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira