Stuðningsmenn Liverpool að missa sig í gleðinni: Vilja semja við Gerrard svo hann geti tekið við bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 10:30 Steven Gerrard lyfir enska bikarnum, Meistaradeildarbikarnum og enska deildabikarnum sem fyrirliði Liverpool. Hann fékk aldrei að lyfta Englandsbikarnum. Samsett/Getty Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega byrjaðir að fagna langþráðum meistaratitli nú þegar liðið þeirra er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Sumir þeirra virðast þó vera aðeins að missa sig í gleðinni. Það er erfitt að sjá það fyrir sér að lið sem er búið að vinna 23 af 24 leikjum sínum tapi niður meira en sjö sigurleikja forskoti í síðustu þrettán umferðunum. Það eru allir búnir að meðtaka það að Liverpool er að fara að verða enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1990. Sigurreifir stuðningsmenn Liverpool eru því fyrir löngu farnir að hugsa um sigurhátíðina, fagnaðarlætin og bikarlyftinguna í vor. Það eru síðan einhverjir sem eru komnir aðeins of langt í þeim efnum. Some Liverpool fans want the club to sign Steven Gerrard so he can lift the Premier League title. https://t.co/FNpwE6B2Kipic.twitter.com/NSRBrcIMx6— SPORTbible (@sportbible) February 3, 2020 Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool liðsins og hefur átt magnað tímabil. Það kemur í hans hlut að verða fyrsti fyrirliði Liverpool í 30 ár til að lyfta Englandsbikarnum og sú bikarafhending verður í fyrsta lagi eftir heimaleik á móti Chelsea á Anfield 9. maí. Jordan Henderson er á einu ári búinn að lyfta bæði Meistaradeildarbikarnum og bikarnum fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og gæti þarna náð magnaðri þrennu. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja þó að annar maður taki við bikarnum 9. maí. Umræddir stuðningsmenn vilja að Liverpoll geri stuttan samning við Liverpool goðsögnina Steven Gerrard um að hann taki skóna af hillunni og spili þá fimm leiki sem þarf til svo þú teljist vera enskur meistari. Steven Gerrard missti nokkrum sinnum naumlega af Englandsmeistaratitlinum á löngum tíma sínum með Liverpool liðinu og sárast var það vorið 2014 þegar hann rann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á heimavelli. Það tap kostaði Liverpool liðið titilinn. Gerrard er reyndar upptekinn sem knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi en það breytir ekki því að stuðningsmennirnir sigurreifu vilja fá hann aftur suður til Liverpool. Steven Gerrard spilaði með Liverpool í sautján ár og á yfir 500 leiki í Liverpool búningnum en hann náði aldrei að verða meistari. Gerrard er einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins en stuðningsmenn annarra lið hafa verið ófeimnir við að stríða kollegum sínum í Liverpool á þessari staðreynd. Þeir brandarar yrðu samt eflaust enn háværari við slíkan gjörning. Það fylgir náttúrulega sögunni að þetta er aldrei að fara að gerast. Jordan Henderson mun stíga fram á Anfield 9. maí næstkomandi, bjóða upp á dansinn sinn og lyfta Englandsbikarnum. Enginn annar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega byrjaðir að fagna langþráðum meistaratitli nú þegar liðið þeirra er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Sumir þeirra virðast þó vera aðeins að missa sig í gleðinni. Það er erfitt að sjá það fyrir sér að lið sem er búið að vinna 23 af 24 leikjum sínum tapi niður meira en sjö sigurleikja forskoti í síðustu þrettán umferðunum. Það eru allir búnir að meðtaka það að Liverpool er að fara að verða enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1990. Sigurreifir stuðningsmenn Liverpool eru því fyrir löngu farnir að hugsa um sigurhátíðina, fagnaðarlætin og bikarlyftinguna í vor. Það eru síðan einhverjir sem eru komnir aðeins of langt í þeim efnum. Some Liverpool fans want the club to sign Steven Gerrard so he can lift the Premier League title. https://t.co/FNpwE6B2Kipic.twitter.com/NSRBrcIMx6— SPORTbible (@sportbible) February 3, 2020 Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool liðsins og hefur átt magnað tímabil. Það kemur í hans hlut að verða fyrsti fyrirliði Liverpool í 30 ár til að lyfta Englandsbikarnum og sú bikarafhending verður í fyrsta lagi eftir heimaleik á móti Chelsea á Anfield 9. maí. Jordan Henderson er á einu ári búinn að lyfta bæði Meistaradeildarbikarnum og bikarnum fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og gæti þarna náð magnaðri þrennu. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja þó að annar maður taki við bikarnum 9. maí. Umræddir stuðningsmenn vilja að Liverpoll geri stuttan samning við Liverpool goðsögnina Steven Gerrard um að hann taki skóna af hillunni og spili þá fimm leiki sem þarf til svo þú teljist vera enskur meistari. Steven Gerrard missti nokkrum sinnum naumlega af Englandsmeistaratitlinum á löngum tíma sínum með Liverpool liðinu og sárast var það vorið 2014 þegar hann rann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á heimavelli. Það tap kostaði Liverpool liðið titilinn. Gerrard er reyndar upptekinn sem knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi en það breytir ekki því að stuðningsmennirnir sigurreifu vilja fá hann aftur suður til Liverpool. Steven Gerrard spilaði með Liverpool í sautján ár og á yfir 500 leiki í Liverpool búningnum en hann náði aldrei að verða meistari. Gerrard er einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins en stuðningsmenn annarra lið hafa verið ófeimnir við að stríða kollegum sínum í Liverpool á þessari staðreynd. Þeir brandarar yrðu samt eflaust enn háværari við slíkan gjörning. Það fylgir náttúrulega sögunni að þetta er aldrei að fara að gerast. Jordan Henderson mun stíga fram á Anfield 9. maí næstkomandi, bjóða upp á dansinn sinn og lyfta Englandsbikarnum. Enginn annar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira