Stuðningsmenn Liverpool að missa sig í gleðinni: Vilja semja við Gerrard svo hann geti tekið við bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 10:30 Steven Gerrard lyfir enska bikarnum, Meistaradeildarbikarnum og enska deildabikarnum sem fyrirliði Liverpool. Hann fékk aldrei að lyfta Englandsbikarnum. Samsett/Getty Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega byrjaðir að fagna langþráðum meistaratitli nú þegar liðið þeirra er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Sumir þeirra virðast þó vera aðeins að missa sig í gleðinni. Það er erfitt að sjá það fyrir sér að lið sem er búið að vinna 23 af 24 leikjum sínum tapi niður meira en sjö sigurleikja forskoti í síðustu þrettán umferðunum. Það eru allir búnir að meðtaka það að Liverpool er að fara að verða enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1990. Sigurreifir stuðningsmenn Liverpool eru því fyrir löngu farnir að hugsa um sigurhátíðina, fagnaðarlætin og bikarlyftinguna í vor. Það eru síðan einhverjir sem eru komnir aðeins of langt í þeim efnum. Some Liverpool fans want the club to sign Steven Gerrard so he can lift the Premier League title. https://t.co/FNpwE6B2Kipic.twitter.com/NSRBrcIMx6— SPORTbible (@sportbible) February 3, 2020 Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool liðsins og hefur átt magnað tímabil. Það kemur í hans hlut að verða fyrsti fyrirliði Liverpool í 30 ár til að lyfta Englandsbikarnum og sú bikarafhending verður í fyrsta lagi eftir heimaleik á móti Chelsea á Anfield 9. maí. Jordan Henderson er á einu ári búinn að lyfta bæði Meistaradeildarbikarnum og bikarnum fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og gæti þarna náð magnaðri þrennu. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja þó að annar maður taki við bikarnum 9. maí. Umræddir stuðningsmenn vilja að Liverpoll geri stuttan samning við Liverpool goðsögnina Steven Gerrard um að hann taki skóna af hillunni og spili þá fimm leiki sem þarf til svo þú teljist vera enskur meistari. Steven Gerrard missti nokkrum sinnum naumlega af Englandsmeistaratitlinum á löngum tíma sínum með Liverpool liðinu og sárast var það vorið 2014 þegar hann rann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á heimavelli. Það tap kostaði Liverpool liðið titilinn. Gerrard er reyndar upptekinn sem knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi en það breytir ekki því að stuðningsmennirnir sigurreifu vilja fá hann aftur suður til Liverpool. Steven Gerrard spilaði með Liverpool í sautján ár og á yfir 500 leiki í Liverpool búningnum en hann náði aldrei að verða meistari. Gerrard er einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins en stuðningsmenn annarra lið hafa verið ófeimnir við að stríða kollegum sínum í Liverpool á þessari staðreynd. Þeir brandarar yrðu samt eflaust enn háværari við slíkan gjörning. Það fylgir náttúrulega sögunni að þetta er aldrei að fara að gerast. Jordan Henderson mun stíga fram á Anfield 9. maí næstkomandi, bjóða upp á dansinn sinn og lyfta Englandsbikarnum. Enginn annar. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega byrjaðir að fagna langþráðum meistaratitli nú þegar liðið þeirra er með 22 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Sumir þeirra virðast þó vera aðeins að missa sig í gleðinni. Það er erfitt að sjá það fyrir sér að lið sem er búið að vinna 23 af 24 leikjum sínum tapi niður meira en sjö sigurleikja forskoti í síðustu þrettán umferðunum. Það eru allir búnir að meðtaka það að Liverpool er að fara að verða enskur meistari í fyrsta sinn síðan 1990. Sigurreifir stuðningsmenn Liverpool eru því fyrir löngu farnir að hugsa um sigurhátíðina, fagnaðarlætin og bikarlyftinguna í vor. Það eru síðan einhverjir sem eru komnir aðeins of langt í þeim efnum. Some Liverpool fans want the club to sign Steven Gerrard so he can lift the Premier League title. https://t.co/FNpwE6B2Kipic.twitter.com/NSRBrcIMx6— SPORTbible (@sportbible) February 3, 2020 Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool liðsins og hefur átt magnað tímabil. Það kemur í hans hlut að verða fyrsti fyrirliði Liverpool í 30 ár til að lyfta Englandsbikarnum og sú bikarafhending verður í fyrsta lagi eftir heimaleik á móti Chelsea á Anfield 9. maí. Jordan Henderson er á einu ári búinn að lyfta bæði Meistaradeildarbikarnum og bikarnum fyrir sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og gæti þarna náð magnaðri þrennu. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja þó að annar maður taki við bikarnum 9. maí. Umræddir stuðningsmenn vilja að Liverpoll geri stuttan samning við Liverpool goðsögnina Steven Gerrard um að hann taki skóna af hillunni og spili þá fimm leiki sem þarf til svo þú teljist vera enskur meistari. Steven Gerrard missti nokkrum sinnum naumlega af Englandsmeistaratitlinum á löngum tíma sínum með Liverpool liðinu og sárast var það vorið 2014 þegar hann rann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á heimavelli. Það tap kostaði Liverpool liðið titilinn. Gerrard er reyndar upptekinn sem knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi en það breytir ekki því að stuðningsmennirnir sigurreifu vilja fá hann aftur suður til Liverpool. Steven Gerrard spilaði með Liverpool í sautján ár og á yfir 500 leiki í Liverpool búningnum en hann náði aldrei að verða meistari. Gerrard er einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins en stuðningsmenn annarra lið hafa verið ófeimnir við að stríða kollegum sínum í Liverpool á þessari staðreynd. Þeir brandarar yrðu samt eflaust enn háværari við slíkan gjörning. Það fylgir náttúrulega sögunni að þetta er aldrei að fara að gerast. Jordan Henderson mun stíga fram á Anfield 9. maí næstkomandi, bjóða upp á dansinn sinn og lyfta Englandsbikarnum. Enginn annar.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti