Erlent

Öryggisráðið vill fulltrúa sinn til Myanmar

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi sínum í kvöld að hvetja stjórnvöld í Myanmar til að leyfa sérstökum fulltrúa sínum, Ibrahim Gambari að heimsækja landið. Miklar og blóðugar mótmælaaðgerðir hafa verið í landinu gegn stjórnvöld undanfarna daga.

 

Jafnframt hvetur Öryggisráðið stjórnvöld í Myanmar að halda aftur af sér í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Fulltrúi Frakklands í Öryggisráðinu, Jean-Maurice Ripert sagði í lok fundar Öryggisráðsins að fulltrúar þess stæðu einhuga á bakvið heimsókn Gambaris til Myanmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×