Erlent

Hætta við að leyfa hjónaband samkynhneigðra

MYND/AFP

Yfirmenn ensku biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum féllu í gær frá þeirri hugmynd að leyfa vígslu samkynhneigðra presta. Fjölmargir meðlimir kirkjunnar höfðu sett sig á móti hugmyndinni og var óttast að kirkjan kynni að klofna í kjölfarið.

Þá hefur einnig verið fallið frá þeirri hugmynd að leyfa hjónabandsvígslu samkynhneigðra. Hörð átök hafa verið innan ensku biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum um afstöðu hennar til samkynhneiðgra. Telja margir að þessi átök hafi nú þegar skaða kirkjuna of mikið og að klofningur sé óhjákvæmilegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×