Fótbolti

Allardyce ráðinn stjóri Newcastle

Sam Allardyce, eða Big Sam eins og hann er kallaður, mun stjórna Newcastle á næstu leiktíð.
Sam Allardyce, eða Big Sam eins og hann er kallaður, mun stjórna Newcastle á næstu leiktíð. MYND/AFP
Sam Allardyce hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Newcastle. Liðið skýrði frá þessu nú í morgun. Hann var ráðinn á þriggja ára samning. Allardyce var lengi vel framkvæmdastjóri Bolton. Hann fyllir nú skarðið sem Glenn Roeder skildi eftir sig en hann hætti sem framkvæmdastjóri Newcastle eftir slakan árangur liðsins í vetur en það endaði í 13. sæti ensku deildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×