Fótbolti

Fimm ára strákur lék eftir stórkostlegt mark Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar markinu í októbermánuði.
Gylfi fagnar markinu í októbermánuði. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað marg ansi smekkleg mörk í gegnum tíðina og eitt þeirra kom í októbermánuði er hann skoraði frábært mark í 2-0 sigri Everton á West Ham.

Mark Gylfa kom í uppbótartíma. Hann fékk boltann fyrir utan teig, lék illa á Jack Wilshere og þrumaði boltanum svo í netið. Algjörlega frábært mark sem tryggði Everton góðan 2-0 sigur fyrir framan 40 þúsund manns á Goodison Park.

Krakkar á Englandi hafa nýtt útgöngubannið á Englandi á tímum kórónuveirunnar til þess að leika eftir falleg mörk. Alfie, fimm ára, ákvað að endurgera mark Gylfa heima í garðinum og þetta skemmtilega myndband má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×