Fótbolti

Selja nafnið á Nou Camp í fyrsta sinn til þess að berjast gegn kórónuveirunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Camp Nou.
Camp Nou.

Barcelona mun selja nafnið á leikvangi sínum Camp Nou í eitt ár til þess að safna peningum. Peningurinn mun nýtast til þess að berjast gegn kórónuveirufaraldurinn en þetta staðfesti félagið í gær.

Þetta var ákveðið á stjórnarfundi í gær en óvíst er hverjir munu njóta góðs af peningunum. Leikvangurinn er sá stærsti í Evrópu og tekur meira en 99 þúsund manns í sæti. Hann hefur ekki heitið neitt annað en Camp Nou síðan 1957.

„Við viljum senda skilaboð: Í fyrsta skipti mun einhver eiga möguleika á því að setja nafn sitt á Camp Nou og allar tekjurnar munu fara til mannkynsins, ekki bara Barcelona,“ sagði varaforseti félagi Jordi Cardoner.

Félagið ætlaði að selja nafnaréttinn á vellinum í fyrsta sipti tímabilið 2023/2024 og vonaðist til að fyrirtækið sem myndi koma inn myndi borga 300 milljónir evra fyrir 25 ára samning. Nú hafa þeir ákveðið að flýta og peningurinn sem kemur inn af sölunni á vellinum mun félag innan Barcelona ákveða hvernig skipta eigi summunni.

Spánn hefur farið einna verst út úr kórónuveirunni en meira en 20 þúsund eru látnir vegna veirunnar. Barcelona og nærliggjandi umhverfi í Katalóníu hefur átt erfitt uppdráttar á tímum veirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×