Skátarnir að kikna undan lögsóknum vegna misnotkunar Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 07:36 Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. AP/James Quigg Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið. Bandaríkin Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Skátarnir í Bandaríkjunum hafa sóst eftir gjaldþrotsvernd vegna fjölda ásakana um kynferðislegt ofbeldi sem samtökin standa frammi fyrir. Unnið er að því að stofna stærðarinnar skaðabótasjóð og vonast forsvarsmenn Skátanna, sem eru 110 ára gömul samtök, til þess að komast hjá gjaldþroti. AP fréttaveitan segir að mögulegt gjaldþrot Skátanna gæti verið eitt það flóknasta sem heimurinn hafi séð. Þúsundir manna hafi höfðað mál gegn Skátunum og segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan samtakanna á undanförnum áratugum. Ný lög gerðu mönnunum kleift að höfða mál vegna meintra brota, sem annars hefðu verið fyrnd. Með því að sækjast eftir gjaldþrotsvernd hafa forsvarsmenn Skátanna stöðvað lögsóknirnar um tíma. Að endingu gætu samtökin þó neyðst til að selja umfangsmiklar eignir eins og skátabúðir og jarðir sem samtökin eiga víða um Bandaríkin, til þess að greiða skaðabætur. Talsmaður Skátanna segir að starfseminni verði haldið áfram burtséð frá gjaldþrotsverndinni og lögsóknunum. Hver deild Skátanna sé sérstakt félag og lögsóknirnar snúi eingöngu að regnhlífarsamtökunum. Eins og bent er á í frétt AP eru Skátarnir eina af mörgum stofnunum Bandaríkjanna sem hafa lent í vandræðum vegna kynferðisofbeldis. Kaþólska kirkjan og háskólar hafa á undanförnum árum þurft að greiða hundruð milljóna dala í skaðabætur vegna kynferðisofbeldis. Skátum hefur fækkað verulega Fjöldi skáta í Bandaríkjunum hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Færri en tvær milljónir ungmenna taka nú þátt í starfsemi Skátanna en á áttunda áratug síðustu aldar voru þau rúmlega fjórar milljónir. Forsvarsmenn samtakanna hafa brugðist við þróuninni með því að leyfa stúlkum að ganga til liðs við Skátanna. Flestar lögsóknirnar gegn skátunum eru vegna mála sem eiga að hafa gerst á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Skátarnir segja að „einungis“ fimm skátar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi árið 2018 og er það sagt til marks um umfangsmiklar fornvarnaraðgerðir samtakanna. Meðal annars séu gerðar bakgrunnskannanir á starfsfólki og það þjálfað í að koma í veg fyrir misnotkun. Þá hafa verið settar reglur um að minnst tveir fullorðnir þurfi að vera viðstaddir allar athafnir Skátanna. Þar til síðasta vors höfðu Skátarnir þvertekið fyrir að þekktir kynferðisbrotamenn hafi fengið að vinna með ungum skátum. Lögmenn meintra fórnarlamba fundu þó fjölmörg dæmi um þekkta kynferðisbrotamenn innan Skátanna og viðurkenndu samtökin þá að svo hefði verið.
Bandaríkin Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent