Klopp: Eitt af því erfiðasta sem þú gerir sem fótboltamaður er að spila við Atletico Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 12:00 Jürgen Klopp á blaðamannafundi í gær. Getty/ David S. Bustamante Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira