Tengja sjö smit við umdeildar kosningar í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 11:13 Kjósendur bíða í röð eftir að fá að kjósa í framhaldsskóla í Milwaukee í Wisconsin 7. apríl. Skortur á starfsmönnum kjörstjórnar þýddi að kjörstöðum var fækkað úr tæplega 200 niður í aðeins fimm fyrir alla borgina. Vísir/EPA Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35
Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25
Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“