Enski boltinn

Mourinho gekk út úr viðtali aðspurður um hálstakið hjá Ivanovic | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho verndar sína menn út í það óendanlega.
José Mourinho verndar sína menn út í það óendanlega. vísir/getty
Branislav Ivanovic, varnarmaður Chelsea, var heppinn að fá að klára leikinn gegn Everton í gærkvöldi sem toppliðið vann, 1-0, með marki Willian á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Undir lokin sauð allt upp úr og missti Ivanovic sig í látunum. Hann tók James McCarthy, leikmann Everton, hálstaki fyrir framan dómarann og gerði heiðarlega tilraun til að skalla McCarthy.

Sjá einnig:Meistaraheppnin með Chelsea í lokin | Sjáið sigurmarkið

Einhverjir miðlar héldu því fram í gær að Serbinn hefði einnig bitið Everton-manninn en það hefur enginn getað sannað með afgerandi hætti.

Eftir leikinn fór José Mourinho í viðtal hjá BBC og þar spurði Jonathan Pierce, einn af reyndustu fótboltalýsendum Bretlands, Portúgalann út í atvikið hjá Ivanovic.

„Það er mikill hiti í leiknum og tilfinningarnar miklar. Heldurðu að þú gerir eitthvað í málunum ef þú kemst að því að þinn leikmaður hefur brotið af sér,“ spurði hann.

„Fyrirgefðu, sé þig á morgun,“ svaraði Mourinho og strunsaði úr viðtalinu eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×