Innlent

Umsóknir fóru að streyma inn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sjötíu hafnfirsk börn hafa fengið pláss á síðustu tveimur dögum.
Sjötíu hafnfirsk börn hafa fengið pláss á síðustu tveimur dögum. vísir/Stefán
Í framhaldi af frétt Vísis um 250 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum í Hafnarfirði og vöntun á starfsfólki fóru umsóknirnar að streyma inn.

Geir Bjarnason, æskulýðs- og forvarnafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir hátt í tuttugu umsóknir hafa borist. „Helmingur umsóknanna er frá Vinnumálastofnun. Eftir að fréttin birtist streymdu inn umsóknir þaðan,“ segir Geir.

Blaðinu barst ábending frá Vinnumálastofnun um að aldrei hafi verið haft samband við stofnunina vegna vöntunar á starfsfólki. Geir segir það einfaldlega vera rangt.

„Það lá inni beiðni hjá þeim og henni var svarað eftir að fréttin birtist. Nú erum við komin með umsóknir og það er gott.“

Í gær voru enn 180 börn á biðlista þannig að sjötíu börn hafa komist inn á tveimur dögum. Biðlistarnir eru lengstir hjá stærstu skólunum en Geir býst við að málið leysist á næstu viku eða svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×