Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 3. febrúar 2020 10:43 Verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa mikil áhrif á starfsemi leikskóla borgarinnar. vísir/vilhelm Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Annar fundur er boðaður á miðvikudaginn og er því ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks munu hefjast á hádegi á morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sjáist til lands í viðræðum borgarinnar og stéttarfélagsins. Ásteytingarsteinninn sé krafa Eflingar um sérstaka leiðréttingu láglaunafólks umfram þá hækkun sem lífskjarasamningurinn fól í sér. Ljóst er að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir muni hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa. Komi til verkfalla er ljóst að það mun hafa mest áhrif á „leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum borgarinnar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins,“ líkt og segir í tilkynningu frá borginni sem barst fyrir helgi. Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um níu þúsund starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg. Um þúsund starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um sjö hundruð úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðar fyrir samningafundinn: „Boltinn er svolítið hjá borginni“ Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman á fundi hjá sáttasemjara klukkan níu í dag. 3. febrúar 2020 07:50 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Annar fundur er boðaður á miðvikudaginn og er því ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks munu hefjast á hádegi á morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sjáist til lands í viðræðum borgarinnar og stéttarfélagsins. Ásteytingarsteinninn sé krafa Eflingar um sérstaka leiðréttingu láglaunafólks umfram þá hækkun sem lífskjarasamningurinn fól í sér. Ljóst er að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir muni hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa. Komi til verkfalla er ljóst að það mun hafa mest áhrif á „leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum borgarinnar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins,“ líkt og segir í tilkynningu frá borginni sem barst fyrir helgi. Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um níu þúsund starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg. Um þúsund starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um sjö hundruð úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðar fyrir samningafundinn: „Boltinn er svolítið hjá borginni“ Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman á fundi hjá sáttasemjara klukkan níu í dag. 3. febrúar 2020 07:50 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Viðar fyrir samningafundinn: „Boltinn er svolítið hjá borginni“ Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman á fundi hjá sáttasemjara klukkan níu í dag. 3. febrúar 2020 07:50
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50