Fótbolti

Guð­jón: Hættum vonandi að draga til okkar miðlungs­góða og slaka er­lenda leik­menn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Þórðarson vill sjá íslensku félögin horfa inn á við.
Guðjón Þórðarson vill sjá íslensku félögin horfa inn á við. Vísir/Daníel

Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson vonast til þess að íslensk félög hætti að fá sér miðlungsgóða og slaka erlenda leikmenn og noti frekar unga íslenska leikmenn.

Mörg félög á Íslandi sjá fram á erfiða tíma næstu vikur og mánuði vegna kórónuveirufaraldursins sem nú ríður yfir. Guðjón, sem var gestur í Sportinu í kvöld, vill að menn líti á björtu hliðarnar og fari í ungviðinn.

„Vonandi getur þetta snúist upp í það að við hættum að draga til okkar miðlungsgóða og slaka erlenda leikmenn,“ sagði Guðjón sem hefur greinilega miklar skoðanir á þessum hlutum.

Hann vill að íslenski boltinn nýti þennan andvara sem nú er í andliti félaganna til þess að stokka verulega upp í hlutunum og horfa inn á við.

„Við gefum heldur ungu strákunum aukið tækifæri og ég vona að þróunin verði sú að þetta mótlæti sem félögin eru að berjast í gegnum núna verði til þess að það verði fleiri ungir strákar sem fá tækifæri. Ég vona að það verði hægt að taka þau gæfuspor, íslenskum fótbolta til framþróunar.“

Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um erlenda leikmenn

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×