Fótbolti

Guð­jón: Hættum vonandi að draga til okkar miðlungs­góða og slaka er­lenda leik­menn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Þórðarson vill sjá íslensku félögin horfa inn á við.
Guðjón Þórðarson vill sjá íslensku félögin horfa inn á við. Vísir/Daníel

Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson vonast til þess að íslensk félög hætti að fá sér miðlungsgóða og slaka erlenda leikmenn og noti frekar unga íslenska leikmenn.

Mörg félög á Íslandi sjá fram á erfiða tíma næstu vikur og mánuði vegna kórónuveirufaraldursins sem nú ríður yfir. Guðjón, sem var gestur í Sportinu í kvöld, vill að menn líti á björtu hliðarnar og fari í ungviðinn.

„Vonandi getur þetta snúist upp í það að við hættum að draga til okkar miðlungsgóða og slaka erlenda leikmenn,“ sagði Guðjón sem hefur greinilega miklar skoðanir á þessum hlutum.

Hann vill að íslenski boltinn nýti þennan andvara sem nú er í andliti félaganna til þess að stokka verulega upp í hlutunum og horfa inn á við.

„Við gefum heldur ungu strákunum aukið tækifæri og ég vona að þróunin verði sú að þetta mótlæti sem félögin eru að berjast í gegnum núna verði til þess að það verði fleiri ungir strákar sem fá tækifæri. Ég vona að það verði hægt að taka þau gæfuspor, íslenskum fótbolta til framþróunar.“

Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um erlenda leikmenn

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.