Everton sagt ætla að reyna að kaupa bæði Bale og Ramsey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 09:30 Aaron Ramsey og Gareth Bale fagna saman með velska landsliðinu á Cardiff City Stadium í undankeppni EM 2020. Getty/Nick Potts Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira
Everton ætlar sér að styrkja liðið sitt í sumar og nýjustu fréttir frá Goodison Park sýna að metnaðarfullum forráðamönnum félagsins er full alvara í því að fá stórstjörnur til félagsins. Velsku landsliðsstjörnurnar Gareth Bale og Aaron Ramsey eru nefnilega báðir orðaðir við Everton í nýjum fréttum frá Englandi en Bale spilar með Real Madrid og Ramsey með Juventus. Enski vefmiðillinn 90min.com slær þessu upp og vitnar í heimildarmenn sína innan félagsins. Ekki er vitað hvað þetta myndi þýða fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem þekkir það að spila við hlið Gareth Bale síðan á tíma sínum með Tottenham. Gylfi Þór Sigurðsson er enn dýrasti leikmaður Everton frá upphafi en það gæti breyst takist Everton að kaupa Gareth Bale eða Aaron Ramsey. Everton steig stórt skref í átt að því að geta fengið til síns stærri nöfn með því að ráða hinn virta knattspyrnustjóra Carlo Ancelotti í desember síðastliðnum. Það er öllum ljós að með því þá hugsa stjörnur sig aðeins lengur um þegar þeir fá tilboð frá Everton. Reports have linked Everton with big summer bids for Wales stars Gareth Bale and Aaron RamseyIt's in the latest football gossiphttps://t.co/mGcmqe0eZP pic.twitter.com/oBHpahNB7o— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) March 31, 2020 Samkvæmt fréttinni þá telja forráðamenn Everton sig þurfa sex eða sjö toppleikmenn til viðbótar til þess að komast á þann stall sem félagið vill vera á. Forráðamenn Everton hafa því rætt þann möguleika á að fá tvær stærstu stjörnur velska landsliðsins til félagsins. Bæði Gareth Bale og Aaron Ramsey eru á útleið hjá sínum félögum. Bale hefur aldrei verið almennilega inn í myndinni hjá Real Madrid og Ramsey fann sig ekki hjá ítalska félaginu þangað sem hann kom frá Arsenal. Some interesting #EFC transfer rumourshttps://t.co/MKzZh2pWxj— Everton FC News (@LivEchoEFC) March 31, 2020 Real Madrid vill losna við Bale í sumar en menn þar á bæ eru ekki mjög spenntir að halda áfram að borga honum 350 þúsund pund í laun á viku en það eru 62 milljónir íslenskra króna. Bale gæti mögulega farið fyrir engan pening á láni sé viðkomandi félag tilbúið að taka á sig stærstan hluta launa hans. Aaron Ramsey spilaði aðeins níu leiki með Juventus í Seríu A á þessu tímabili sem var hans fyrsta á Ítalíu. Hann er ekki spenntur að eyða öðru tímabili á bekknum og Juventus væri tilbúið að selja hann fái það rétta tilboðið. Það er ljóst að launamál félaganna tveggja væri stór hindrun fyrir Everton en janframt gætu þeir styrkt liðið mjög mikið enda þekkja þeir vel til í ensku úrvalsdeildinni síðan Bale spilaði með Tottenham og Ramsey með Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira