Fótbolti

PSG aðvarað fyrir að gera grín að Haaland

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn PSG skelltu sér í lotus-stellinguna til að gera grín að Erling Braut Haaland.
Leikmenn PSG skelltu sér í lotus-stellinguna til að gera grín að Erling Braut Haaland. MYND/PSG

Leikmenn PSG gerðu grín á kostnað Erling Braut Haaland í sigri sínum á Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Grínið féll illa í kramið hjá UEFA, knattspyrnusambandi Evrópu.

Haaland skoraði bæði mörk Dortmund í 2-1 sigri gegn PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Haaland fagnaði fyrra marki sínu með því að fara í lotus-jógastellinguna og það virðist hafa farið í taugarnar á leikmönnum PSG sem samkvæmt L‘Equipe töldu Haaland hafa sýnt sér hroka.

Í seinni leiknum, sem PSG vann 2-0, fagnaði Neymar marki með sams konar hætti og Haaland. Eftir leikinn stilltu svo allir leikmenn PSG sér upp með sama hætti, líkt og staðráðnir í að gera grín að hinum 19 ára gamla Norðmanni.

UEFA hefur nú ákveðið að refsa PSG ekki fyrir athæfi leikmannanna en sendi félaginu aðvörun vegna „óviðeigandi hegðunar liðsins“.

Svona fagnaði Erling Braut-Haaland gegn PSG.VÍSIR/GETTY

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×