Stórstjörnur PSG liðsins uppteknir við að senda þeim norska skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 14:00 Neymar fagnar sigri út á vellinum í gærkvöldi. Getty/UEFA Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. Paris Saint Germain er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að liðið sló Borussia Dortmund út í gærkvöldi. Leikmenn franska liðsins voru uppteknir við að senda norska framherjanum Erling Braut Håland skilaboð. Norðmaðurinn Erling Braut Håland skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Dortmund í fyrri leiknum í Þýskalandi. Håland fagnar oft mörkunum sínum með því að setjast á rassinn og þykjast vera að hugleiða. Það var greinilegt að sá norski fór eitthvað í taugarnar á frönsku stórstjörnunum því voru mjög uppteknir af því að senda honum skilaboð, fyrst fagnaði Neymar eins og hann og þá þóttust þeir allir fagna eins og Håland í klefanum eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. #psg had a message for Erling Haaland https://t.co/VxSbVqoxGC pic.twitter.com/SMfpkj7rIv— Match of the Day (@BBCMOTD) March 12, 2020 Það var einnig augljóst að leikmenn Paris Saint Germain liðsins mættu hungraðir og tilbúnir í þennan leik. Þeir ætluðu sér að komast loksins í gegnum sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og það tókst. Parísarliðið vann 2-0 sigur í seinni leiknum á Parc des Princes í gær þar sem Neymar og bakvörðurinn Bernat skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum. PSG-liðið var búið að tapa í sextán liða úrslitunum þrjú undanfarin tímabil en liðið komst síðast í átta liða úrslitin vorið 2016. Mögnuðu Meistaradeildartímabili hjá Erling Braut Håland er nú lokið en hann skoraði 10 mörk í átta leikjum á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni, fyrst fyrir Red Bull Salzburg og svo fyrir Borussia Dortmund. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. Paris Saint Germain er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að liðið sló Borussia Dortmund út í gærkvöldi. Leikmenn franska liðsins voru uppteknir við að senda norska framherjanum Erling Braut Håland skilaboð. Norðmaðurinn Erling Braut Håland skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Dortmund í fyrri leiknum í Þýskalandi. Håland fagnar oft mörkunum sínum með því að setjast á rassinn og þykjast vera að hugleiða. Það var greinilegt að sá norski fór eitthvað í taugarnar á frönsku stórstjörnunum því voru mjög uppteknir af því að senda honum skilaboð, fyrst fagnaði Neymar eins og hann og þá þóttust þeir allir fagna eins og Håland í klefanum eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. #psg had a message for Erling Haaland https://t.co/VxSbVqoxGC pic.twitter.com/SMfpkj7rIv— Match of the Day (@BBCMOTD) March 12, 2020 Það var einnig augljóst að leikmenn Paris Saint Germain liðsins mættu hungraðir og tilbúnir í þennan leik. Þeir ætluðu sér að komast loksins í gegnum sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og það tókst. Parísarliðið vann 2-0 sigur í seinni leiknum á Parc des Princes í gær þar sem Neymar og bakvörðurinn Bernat skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum. PSG-liðið var búið að tapa í sextán liða úrslitunum þrjú undanfarin tímabil en liðið komst síðast í átta liða úrslitin vorið 2016. Mögnuðu Meistaradeildartímabili hjá Erling Braut Håland er nú lokið en hann skoraði 10 mörk í átta leikjum á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni, fyrst fyrir Red Bull Salzburg og svo fyrir Borussia Dortmund.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira