Segir stuðningslánin einungis gagnast litlum hluta atvinnulífsins Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 18:34 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja. Ég myndi segja að það sé augljóst að það muni þurfa frekari aðgerðir, sér í lagi gagnvart stærri atvinnurekendum, og ég geri ráð fyrir að það hljóti að vera á næsta leyti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í dag. „Bara sem dæmi, þessi stuðningslán, sem eru góðra gjalda verð, þau miða hins vegar bara við 500 milljóna króna veltu á ári. Mér sýnist að það séu um það bil 15 prósent af umsvifum viðskiptahagkerfisins á árinu 2018. Eftir standa þessi 85 prósent og það er augljóst að það þarf að tilkynna innan skamms hvert framhaldið verður á hlutabótaleiðinni. Eins hafa heyrst háværar raddir, sér í lagi innan ferðaþjónustu, að ríkið komi að greiðslu uppsagnarfrests fyrirtækja með einum eða öðrum hætti. Við væntum þess að fá fréttir af því á allra næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín. Hann segir þó góða punkta í aðgerðapakkanum. „Til dæmis varðandi stefnumörkun sem er stigin gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og rannsóknum og þróun. Það er stigið mjög mikilvægt skref þar með því að hækka endurgreiðslu hlutfallskostnaðar vegna rannsókna og þróunar. Auk þess eru há framlög í tækniþróunarsjóð. Ríkissjóður kemur einnig með mótframlög á móti fjárfestum inn í nýsköpunarfyrirtæki, sem er jákvætt skref.“ Hann minnir þó á að staðan sé grafalvarleg og meira þurfi til. „Það þýðir ekkert lengur að tala um það að hér sé einhver smá efnahagslægð. Ég hef notað orðið móðir allra kreppa, það er það sem við stöndum frammi fyrir. Það eru 50 þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða hlutabótaúrræði og ég geri ráð fyrir því að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um næstu mánaðamót og mánaðamótin þar á eftir. Við þessu þarf að bregðast, í dag var stigið mikilvægt skref, en það þarf meira að koma til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir 350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14 ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
350 milljóna króna stuðningur við einkarekinna fjölmiðla Ríkisstjórnin kynnti í dag fyrirætlanir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla með 350 milljóna króna framlagi vegna tekjutaps sem miðlar hafa orðið fyrir undanfarin misseri samhliða minnkandi umsvifum í hagkerfinu. 21. apríl 2020 18:14
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. 21. apríl 2020 18:10
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47
Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28