Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2016 06:30 Aron Jóhannsson skokkar til baka gráti næst eftir markið sem hann skoraði gegn Augsburg sem var hans fyrsta í ellefu mánuði. vísir/Getty „Það er erfitt að koma því í orð hvað það er fáránlega gaman að vera kominn aftur. Meiðslin voru erfið, leiðinleg og löng og mér leið eins og þetta ætlaði engan endi að taka,“ segir Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í liði Werder Bremen í þýsku 1. deildinni, í viðtali við Fréttablaðið. Aron sneri aftur á völlinn eftir tæpt ár frá vegna meiðsla á mjöðm. Hann spilaði fyrsta leik deildarinnar gegn Bayern München og skoraði svo fyrsta markið sitt í ellefu mánuði fyrir Brimara í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg í annarri umferðinni.Sjá einnig:Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Aron byrjaði vel með Bremen í fyrra og skoraði tvö mörk í fyrstu sex leikjum tímabilið. Þá meiddist hann og var ekkert meira með fyrr en ný leiktíð gekk í garð. Þessi tími hefur verið erfiður fyrir bandaríska landsliðsmanninn.Óvissan erfiðust „Ég fór í aðgerð í október í fyrra sem átti að hafa heppnast fullkomlega. Eftir þrjár vikur var ég mættur á æfingu með sjúkraþjálfara að skokka og gefa stuttar sendingar en þá fann ég fyrir sársauka sem var meiri en sá sem var fyrir,“ segir Aron. Ég hvíldi þá í mánuð og reyndi svo aftur en verkurinn var enn þá sá sami. Þetta gerðist tvisvar sinnum í viðbót á næstu þremur mánuðum og alltaf fann ég fyrir sársaukanum. Ég er ekki svartsýnn maður en mér var hætt að lítast á blikuna. Alltaf þegar ég byrjaði aftur var þetta verra en áður.“. Framherjinn segist ekki hafa verið kominn það langt niður að hann óttaðist um ferilinn en óvissan gerði hann vissulega svolítið hræddan. „Ég hélt aldrei að þetta væri búið og var alls ekki á því að gefast upp. Þvert á móti var ég frekar byrjaður að hugsa um að ég þyrfti bara að læra að spila með sársaukanum. Verst var að enginn vissi hvað amaði að, sama hversu marga sérfræðinga ég hitti. Allir vita að hnémeiðsli taka 6-9 mánuði en þarna var óvissan erfiðust.“Tár á hvarmi Aron skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu og það fyrsta í tæpt ár þegar hann setti boltann örugglega í netið úr vítaspyrnu gegn Augsburg fyrir tveimur vikum. Það mátti augljóslega sjá að markið skipti Aron miklu máli en hann hljóp að stúkunni og öskraði af gleði. Þarna var hann að losa út ellefu mánuði af sársauka, óvissu og svartnætti. „Ég er ekki maður sem sýnir mikið tilfinningar sínar en ég verð að viðurkenna að ég var ekki langt frá því að fella tár þegar ég skokkaði til baka eftir að hafa skorað og öskrað,“ segir Aron. Ég sagði það meira að segja við konuna mína þegar ég kom heim. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var svo mikill léttir og algjör tilfinningarússíbani. Fyrsta markið í ellefu mánuði og það á heimavelli. Tilfinningin var alveg mergjuð,“ segir hann.Skemmtilegt atvik kom upp í aðdraganda vítaspyrnunnar þegar Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, þóttist gefa markverði sínum ráð um hvert Aron myndi setja vítið. Aron sendi markvörðinn í rangt horn og skoraði örugglega. „Hann var bara að reyna að taka mig á taugum og það gekk greinilega svona vel,“ segir Aron og hlær við. „Þegar ég hljóp til baka spurði ég Alfreð hvort hann ætlaði ekki að segja markverðinum hvar ég ætlaði að skjóta. Hann vann samt leikinn og ég hefði nú frekar viljað þrjá punkta en að skora þetta mark.“Galdrakarlinn kom til bjargar Aron dvaldi mikið á Íslandi á árinu eftir að hann gafst endanlega upp á sjúkraþjálfuninni og sérfræðingunum í Þýskalandi. „Ég er mjög ánægður með félagið því það sýndi mér mikinn skilning eins og með þetta þegar mér fannst ég alltaf að vera að gera það sama og ekkert virkaði,“ segir Aron sem var í meðhöndlun hjá Friðrik Ellert Ragnarssyni, sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins, áður en hann hitti mann sem átti eftir að gera meira fyrir hann á nokkrum vikum en allir sérfræðingar og sjúkraþjálfarar gerðu á mörgum mánuðum. „Ég hitti mann sem heitir Jóhannes [Tryggvi Sveinbjörnsson] hjá Postura,“ segir Aron en umræddur Jóhannes sérhæfir sig í að leiðrétta líkamsstöðu íþróttamanna og hefur unnið með bæði Gunnari Nelson og „Fjallinu“, Hafþóri Björnssyni. „Eftir tvær vikur hjá honum var hann búinn að hjálpa mér meira en allir aðrir í fimm mánuði. Ég kalla hann alltaf galdrakarlinn, en ég á honum mikið að þakka,“ segir Aron Jóhannsson. Þýski boltinn Tengdar fréttir Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Þjóðverjinn sendi Aron Jóhannsson til sérfræðinga sem hann þekkir í München en Aron býst við að vera í næsta landsliðshópi Bandaríkjanna eftir endurkomuna. 21. september 2016 13:15 Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
„Það er erfitt að koma því í orð hvað það er fáránlega gaman að vera kominn aftur. Meiðslin voru erfið, leiðinleg og löng og mér leið eins og þetta ætlaði engan endi að taka,“ segir Aron Jóhannsson, Íslendingurinn í liði Werder Bremen í þýsku 1. deildinni, í viðtali við Fréttablaðið. Aron sneri aftur á völlinn eftir tæpt ár frá vegna meiðsla á mjöðm. Hann spilaði fyrsta leik deildarinnar gegn Bayern München og skoraði svo fyrsta markið sitt í ellefu mánuði fyrir Brimara í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg í annarri umferðinni.Sjá einnig:Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Aron byrjaði vel með Bremen í fyrra og skoraði tvö mörk í fyrstu sex leikjum tímabilið. Þá meiddist hann og var ekkert meira með fyrr en ný leiktíð gekk í garð. Þessi tími hefur verið erfiður fyrir bandaríska landsliðsmanninn.Óvissan erfiðust „Ég fór í aðgerð í október í fyrra sem átti að hafa heppnast fullkomlega. Eftir þrjár vikur var ég mættur á æfingu með sjúkraþjálfara að skokka og gefa stuttar sendingar en þá fann ég fyrir sársauka sem var meiri en sá sem var fyrir,“ segir Aron. Ég hvíldi þá í mánuð og reyndi svo aftur en verkurinn var enn þá sá sami. Þetta gerðist tvisvar sinnum í viðbót á næstu þremur mánuðum og alltaf fann ég fyrir sársaukanum. Ég er ekki svartsýnn maður en mér var hætt að lítast á blikuna. Alltaf þegar ég byrjaði aftur var þetta verra en áður.“. Framherjinn segist ekki hafa verið kominn það langt niður að hann óttaðist um ferilinn en óvissan gerði hann vissulega svolítið hræddan. „Ég hélt aldrei að þetta væri búið og var alls ekki á því að gefast upp. Þvert á móti var ég frekar byrjaður að hugsa um að ég þyrfti bara að læra að spila með sársaukanum. Verst var að enginn vissi hvað amaði að, sama hversu marga sérfræðinga ég hitti. Allir vita að hnémeiðsli taka 6-9 mánuði en þarna var óvissan erfiðust.“Tár á hvarmi Aron skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu og það fyrsta í tæpt ár þegar hann setti boltann örugglega í netið úr vítaspyrnu gegn Augsburg fyrir tveimur vikum. Það mátti augljóslega sjá að markið skipti Aron miklu máli en hann hljóp að stúkunni og öskraði af gleði. Þarna var hann að losa út ellefu mánuði af sársauka, óvissu og svartnætti. „Ég er ekki maður sem sýnir mikið tilfinningar sínar en ég verð að viðurkenna að ég var ekki langt frá því að fella tár þegar ég skokkaði til baka eftir að hafa skorað og öskrað,“ segir Aron. Ég sagði það meira að segja við konuna mína þegar ég kom heim. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var svo mikill léttir og algjör tilfinningarússíbani. Fyrsta markið í ellefu mánuði og það á heimavelli. Tilfinningin var alveg mergjuð,“ segir hann.Skemmtilegt atvik kom upp í aðdraganda vítaspyrnunnar þegar Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, þóttist gefa markverði sínum ráð um hvert Aron myndi setja vítið. Aron sendi markvörðinn í rangt horn og skoraði örugglega. „Hann var bara að reyna að taka mig á taugum og það gekk greinilega svona vel,“ segir Aron og hlær við. „Þegar ég hljóp til baka spurði ég Alfreð hvort hann ætlaði ekki að segja markverðinum hvar ég ætlaði að skjóta. Hann vann samt leikinn og ég hefði nú frekar viljað þrjá punkta en að skora þetta mark.“Galdrakarlinn kom til bjargar Aron dvaldi mikið á Íslandi á árinu eftir að hann gafst endanlega upp á sjúkraþjálfuninni og sérfræðingunum í Þýskalandi. „Ég er mjög ánægður með félagið því það sýndi mér mikinn skilning eins og með þetta þegar mér fannst ég alltaf að vera að gera það sama og ekkert virkaði,“ segir Aron sem var í meðhöndlun hjá Friðrik Ellert Ragnarssyni, sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins, áður en hann hitti mann sem átti eftir að gera meira fyrir hann á nokkrum vikum en allir sérfræðingar og sjúkraþjálfarar gerðu á mörgum mánuðum. „Ég hitti mann sem heitir Jóhannes [Tryggvi Sveinbjörnsson] hjá Postura,“ segir Aron en umræddur Jóhannes sérhæfir sig í að leiðrétta líkamsstöðu íþróttamanna og hefur unnið með bæði Gunnari Nelson og „Fjallinu“, Hafþóri Björnssyni. „Eftir tvær vikur hjá honum var hann búinn að hjálpa mér meira en allir aðrir í fimm mánuði. Ég kalla hann alltaf galdrakarlinn, en ég á honum mikið að þakka,“ segir Aron Jóhannsson.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Þjóðverjinn sendi Aron Jóhannsson til sérfræðinga sem hann þekkir í München en Aron býst við að vera í næsta landsliðshópi Bandaríkjanna eftir endurkomuna. 21. september 2016 13:15 Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30 Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Klinsmann hjálpaði Aroni í gegnum meiðslin Þjóðverjinn sendi Aron Jóhannsson til sérfræðinga sem hann þekkir í München en Aron býst við að vera í næsta landsliðshópi Bandaríkjanna eftir endurkomuna. 21. september 2016 13:15
Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30
Þjálfari Arons rekinn Viktor Skripnik hefur verið rekinn sem þjálfari Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 18. september 2016 21:30
Aron Jóhannsson sá rautt í stórtapi Aron Jóhannesson var rekinn af leikvelli þegar lið hans Werder Bremen steinlá 4-1 á útivelli gegn Borussia M`Gladbach. 17. september 2016 18:20
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti