Íslendingur gefur út handgerða bók með framleiðendum Rick and Morty Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Opna úr bókinni, The Crawling King. Mynd/Einar Baldvin Einar Baldvin Árnason teiknimyndagerðarmaður vinnur nú að útgáfu skáldsögunnar The Crawling King í samstarfi við Starburns Industries, framleiðendur geysivinsælu teiknimyndaþáttanna Rick and Morty og Anomalisa, kvikmyndar Charlie Kaufman. The Crawling King er að sögn Einars Baldvins safn hryllingssagna sem eiga það sameiginlegt að gerast í sömu uppskálduðu borginni. Útgefendur safna nú fé til að fjármagna prentun bókarinnar á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter en bókin er öll handskrifuð og handteiknuð. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu um 900.000 krónur safnast.Einar Baldvin Árnason, teiknimyndagerðarmaður.Mynd/Einar BaldvinAð sögn Einars Baldvins er hugmyndin að baki bókinni sú að hver einasta síða líkist með því fornleifum frá borginni sjálfri og hefur vinnan við gerð bókarinnar tekið um tvö ár. „Ég var búinn að vera að hugsa lauslega um að gera teiknimyndaseríu þar sem hver þáttur væri ein hryllingssaga, ótengdar sögur en með svipaða stemningu,“ segir Einar Baldvin. Hann hafði á þeim tíma verið nýbúinn að gera teiknimyndina The Pride of Strathmoor og sýnt þeim hjá Starburns Industries myndina. Það hafi vakið áhuga á frekara samstarfi. „Við fórum síðan að spjalla um hvernig væri hægt að tengja sögurnar saman. Þetta voru sjónvarpsþáttahandrit á þessu stigi, þrjár sögur sem gerðust allar í nútímanum eða að minnsta kosti í einhverskonar óræðri nútíð. Ég fékk þá hugmynd að endurskrifa þær þannig þær gerðust allar á sama stað, í gjöreyðilagðri miðaldaborg og þær myndu fjalla um það sem gerðist fyrir og eftir eyðilegginguna og þar af leiðandi fullkomlega tengdar hver annarri.“ Á sama tíma var Starburns Industries að setja saman bókaútgáfudeild innan fyrirtækisins og var ákveðið að fullkomið yrði að breyta hugmyndinni í bók. „Bókin er eins og handrita og bréfasafn, þannig að fólk getur lesið um borgina eins og um eiginlega heimild sé að ræða. Hún er því safn af þjóðsögum, bréfum og dagbókum úr þessari ímynduðu borg, eins og um alvöru stað væri að ræða.“ Einar Baldvin segir þó að í ljósi þess að bókin sé handskrifuð standi ekki til að þýða hana á íslensku, en hún verður gefin út á ensku. „Það er eiginlega ómögulegt, að minnsta kosti án þess að missa vitið algjörlega.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti þáttur af þriðju seríu Rick and Morty óvænt í loftið Nýjasti þátturinn af Rick and Morty var settur í loftið í gær, öllum að óvörum. 2. apríl 2017 16:35 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Einar Baldvin Árnason teiknimyndagerðarmaður vinnur nú að útgáfu skáldsögunnar The Crawling King í samstarfi við Starburns Industries, framleiðendur geysivinsælu teiknimyndaþáttanna Rick and Morty og Anomalisa, kvikmyndar Charlie Kaufman. The Crawling King er að sögn Einars Baldvins safn hryllingssagna sem eiga það sameiginlegt að gerast í sömu uppskálduðu borginni. Útgefendur safna nú fé til að fjármagna prentun bókarinnar á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter en bókin er öll handskrifuð og handteiknuð. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu um 900.000 krónur safnast.Einar Baldvin Árnason, teiknimyndagerðarmaður.Mynd/Einar BaldvinAð sögn Einars Baldvins er hugmyndin að baki bókinni sú að hver einasta síða líkist með því fornleifum frá borginni sjálfri og hefur vinnan við gerð bókarinnar tekið um tvö ár. „Ég var búinn að vera að hugsa lauslega um að gera teiknimyndaseríu þar sem hver þáttur væri ein hryllingssaga, ótengdar sögur en með svipaða stemningu,“ segir Einar Baldvin. Hann hafði á þeim tíma verið nýbúinn að gera teiknimyndina The Pride of Strathmoor og sýnt þeim hjá Starburns Industries myndina. Það hafi vakið áhuga á frekara samstarfi. „Við fórum síðan að spjalla um hvernig væri hægt að tengja sögurnar saman. Þetta voru sjónvarpsþáttahandrit á þessu stigi, þrjár sögur sem gerðust allar í nútímanum eða að minnsta kosti í einhverskonar óræðri nútíð. Ég fékk þá hugmynd að endurskrifa þær þannig þær gerðust allar á sama stað, í gjöreyðilagðri miðaldaborg og þær myndu fjalla um það sem gerðist fyrir og eftir eyðilegginguna og þar af leiðandi fullkomlega tengdar hver annarri.“ Á sama tíma var Starburns Industries að setja saman bókaútgáfudeild innan fyrirtækisins og var ákveðið að fullkomið yrði að breyta hugmyndinni í bók. „Bókin er eins og handrita og bréfasafn, þannig að fólk getur lesið um borgina eins og um eiginlega heimild sé að ræða. Hún er því safn af þjóðsögum, bréfum og dagbókum úr þessari ímynduðu borg, eins og um alvöru stað væri að ræða.“ Einar Baldvin segir þó að í ljósi þess að bókin sé handskrifuð standi ekki til að þýða hana á íslensku, en hún verður gefin út á ensku. „Það er eiginlega ómögulegt, að minnsta kosti án þess að missa vitið algjörlega.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrsti þáttur af þriðju seríu Rick and Morty óvænt í loftið Nýjasti þátturinn af Rick and Morty var settur í loftið í gær, öllum að óvörum. 2. apríl 2017 16:35 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Fyrsti þáttur af þriðju seríu Rick and Morty óvænt í loftið Nýjasti þátturinn af Rick and Morty var settur í loftið í gær, öllum að óvörum. 2. apríl 2017 16:35