Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Bjarki Ármannsson skrifar 9. júní 2016 11:31 Flugumferðarstjórar lýsa yfir mikilli furðu á því að lög sem sett hafa verið á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins setji Gerðardómi fyrirfram ákveðnar skorður. Þeir ítreka að hverjum og einum flugumferðarstjóra sé í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu, þrátt fyrir að yfirvinnubann sem hefur verið í gildi sé nú ólöglegt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra í gærkvöldi. Þar er sem fyrr segir gerð athugasemd við það að í lögunum segir að Gerðardómur, sem skipaður verður 24. júní ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, skuli fyrst og fremst taka mið af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. „Um leið er honum fyrirskipað að horfa framhjá þeirri grundvallarkröfu flugumferðarstjóra að tekið sé tillit til þess hve mjög þeir hafa dregist aftur úr öðrum hópum launafólks á því fimm ára tímabili sem samið var til árið 2011,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Félagsmenn lýsa yfir miklum vonbrigðum með inngrip stjórnvalda í kjaradeiluna. Þeir segja yfirvinnubannið sem í gildi hefur verið undanfarnar vikur mildar en nauðsynlegar aðgerðir til þess að ná eyrum og skilningi stjórnvalda. „Vakin er athygli á því að um það bil fimmta hver klukkustund hjá flugumferðarstjórum hefur, vegna manneklu í stéttinni, verið unnin í yfirvinnu,“ segir í ályktuninni. „Flugumferðarstjórar munu sem fyrr sinna öllum lögbundnum skyldum sínum en fundurinn ítrekar að þrátt fyrir lagasetninguna er hverjum og einum flugumferðarstjóra í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu.“ Félagsmenn segjast vona að samningar takist áður en fresturinn rennur út. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Flugumferðarstjórar lýsa yfir mikilli furðu á því að lög sem sett hafa verið á aðgerðir þeirra í kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins setji Gerðardómi fyrirfram ákveðnar skorður. Þeir ítreka að hverjum og einum flugumferðarstjóra sé í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu, þrátt fyrir að yfirvinnubann sem hefur verið í gildi sé nú ólöglegt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra í gærkvöldi. Þar er sem fyrr segir gerð athugasemd við það að í lögunum segir að Gerðardómur, sem skipaður verður 24. júní ef samningar nást ekki fyrir þann tíma, skuli fyrst og fremst taka mið af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði síðustu misseri. „Um leið er honum fyrirskipað að horfa framhjá þeirri grundvallarkröfu flugumferðarstjóra að tekið sé tillit til þess hve mjög þeir hafa dregist aftur úr öðrum hópum launafólks á því fimm ára tímabili sem samið var til árið 2011,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Félagsmenn lýsa yfir miklum vonbrigðum með inngrip stjórnvalda í kjaradeiluna. Þeir segja yfirvinnubannið sem í gildi hefur verið undanfarnar vikur mildar en nauðsynlegar aðgerðir til þess að ná eyrum og skilningi stjórnvalda. „Vakin er athygli á því að um það bil fimmta hver klukkustund hjá flugumferðarstjórum hefur, vegna manneklu í stéttinni, verið unnin í yfirvinnu,“ segir í ályktuninni. „Flugumferðarstjórar munu sem fyrr sinna öllum lögbundnum skyldum sínum en fundurinn ítrekar að þrátt fyrir lagasetninguna er hverjum og einum flugumferðarstjóra í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu.“ Félagsmenn segjast vona að samningar takist áður en fresturinn rennur út.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir hljóðið ekki gott í stéttinni. 8. júní 2016 18:48
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10