Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:48 Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“ Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15