Aron: Hef vitað hvað Kiddi getur í mörg ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2016 12:00 Kristinn Freyr og Aron fagna marki þess síðarnefnda í leik með Fjölni í 1. deildinni 2010. vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur farið á kostum í sumar og skorað þrettán mörk í 18 leikjum. Þrátt fyrir að vera miðjumaður er hann næst markahæstur í deildinni á eftir Skagamanninum Garðari Gunnlaugssyni en Kristinn kemur sterklega til greina sem leikmaður ársins. Kristinn er uppalinn Fjölnismaður og er besti vinur annars Fjölnismanns sem er í dag atvinnumaður og landsliðsmaður Bandaríkjanna. Hann heitir Aron Jóhannsson. Í viðtali við íþróttadeild segir Aron að hann sé búinn að njóta þess að sjá vin sinn blómstra í sumar en þetta er þó ekkert sem kemur honum á óvart.Sjá einnig:Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomu markið „Ég er persónulega búinn að vita hvað Kiddi getur í mörg ár og það eru fleiri sem vita það. Þetta er tímabilið þar sem springur út. Það er alveg ógeðslega gaman að sjá hann standa sig svona vel því ég veit að hann getur þetta allt léttilega,“ segir Aron við Vísi. Aron og Kristinn Freyr spiluðu saman með Fjölni í 1. deildinni 2010 en það var tímabilið sem bandaríski landsliðsmaðurinn sprakk út. Aron skoraði tólf mörk í 18 leikjum og var kosinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann fór til AGF í Árósum í atvinnumennsku eftir tímabilið og spilar nú með Werder Bremen. „Ég vona bara að Kiddi komist eitthvað út eftir tímabilið. Og ekki bara eitthvað heldur í lið sem spilar fótbolta því ef hann kemst í þannig lið er leiðin bara upp á við fyrir hann. Kiddi er leikmaður sem verður bara betri með betri leikmenn í kringum sig,“ segir Aron sem hefur líka mjög gaman að því að sjá uppeldisfélagið í Evrópubaráttu. „Það er ótrúlega gaman að sjá Fjölni standa sig svona vel og vonandi klára þeir dæmið og komast í Evrópukeppni. Þeir eiga heldur betur stóran leik á sunnudaginn en eru í góðum málum ef þeir vinna,“ segir Aron Jóhannsson. Fótbolti Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. 22. september 2016 06:30 Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“ Aron Jóhannsson upplifði fárið vegna íslenska landsliðsins í fótbolta hér heima í sumar. 22. september 2016 09:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur farið á kostum í sumar og skorað þrettán mörk í 18 leikjum. Þrátt fyrir að vera miðjumaður er hann næst markahæstur í deildinni á eftir Skagamanninum Garðari Gunnlaugssyni en Kristinn kemur sterklega til greina sem leikmaður ársins. Kristinn er uppalinn Fjölnismaður og er besti vinur annars Fjölnismanns sem er í dag atvinnumaður og landsliðsmaður Bandaríkjanna. Hann heitir Aron Jóhannsson. Í viðtali við íþróttadeild segir Aron að hann sé búinn að njóta þess að sjá vin sinn blómstra í sumar en þetta er þó ekkert sem kemur honum á óvart.Sjá einnig:Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomu markið „Ég er persónulega búinn að vita hvað Kiddi getur í mörg ár og það eru fleiri sem vita það. Þetta er tímabilið þar sem springur út. Það er alveg ógeðslega gaman að sjá hann standa sig svona vel því ég veit að hann getur þetta allt léttilega,“ segir Aron við Vísi. Aron og Kristinn Freyr spiluðu saman með Fjölni í 1. deildinni 2010 en það var tímabilið sem bandaríski landsliðsmaðurinn sprakk út. Aron skoraði tólf mörk í 18 leikjum og var kosinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann fór til AGF í Árósum í atvinnumennsku eftir tímabilið og spilar nú með Werder Bremen. „Ég vona bara að Kiddi komist eitthvað út eftir tímabilið. Og ekki bara eitthvað heldur í lið sem spilar fótbolta því ef hann kemst í þannig lið er leiðin bara upp á við fyrir hann. Kiddi er leikmaður sem verður bara betri með betri leikmenn í kringum sig,“ segir Aron sem hefur líka mjög gaman að því að sjá uppeldisfélagið í Evrópubaráttu. „Það er ótrúlega gaman að sjá Fjölni standa sig svona vel og vonandi klára þeir dæmið og komast í Evrópukeppni. Þeir eiga heldur betur stóran leik á sunnudaginn en eru í góðum málum ef þeir vinna,“ segir Aron Jóhannsson.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. 22. september 2016 06:30 Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“ Aron Jóhannsson upplifði fárið vegna íslenska landsliðsins í fótbolta hér heima í sumar. 22. september 2016 09:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30
Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. 22. september 2016 06:30
Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“ Aron Jóhannsson upplifði fárið vegna íslenska landsliðsins í fótbolta hér heima í sumar. 22. september 2016 09:45