Erlent

Meira en þúsund fílar eiga á hættu að svelta vegna faraldursins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vinsælt er hjá ferðamönnum í Taílandi að skoða fíla. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið því að fáir ferðamenn koma nú til landsins. Það þýðir tekjumissir, fyrir fílana og umsjónarmenn þeirra.
Vinsælt er hjá ferðamönnum í Taílandi að skoða fíla. Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið því að fáir ferðamenn koma nú til landsins. Það þýðir tekjumissir, fyrir fílana og umsjónarmenn þeirra. Vísir/Getty

Yfir eitt þúsund taílenskir fílar eiga nú á hættu að svelta, þar sem fáir ferðamenn koma nú til Taílands. Það þýðir að umsjónarmenn fílanna verða af miklum tekjum, og sjá því ekki fram á að geta fætt fílana sína.

Fílarnir, sem geta étið allt að 200 kíló af mat á degi hverjum, eru stór hluti af því sem ferðamönnum þykir eftirsóknarvert að skoða í Taílandi. Skortur á ferðamönnum til landsins gæti því haft alvarlegar afleiðingar fyrir fílana og umsjónarmenn þeirra.

Lek Chailert, stofnandi Save Elephant-sjóðsins, segir í samtali við BBC að útlitið sé svart.

„Ef við fáum ekki utanaðkomandi fjárhagsaðstoð til að halda fílunum öruggum munu fílarnir, sem sumir hverjir ganga með afkvæmi, annað hvort svelta til dauða eða vera sendir út á götur að betla.“

Að öðrum kosti verða fílarnir mögulega seldir í dýragarða eða til óprúttinna skógarhöggsmanna, en notkun fíla í skógarhöggi hefur verið bönnuð í Taílandi síðan 1989.

„Útlitið er svart, nema við fáum fjárhagslegan stuðning strax,“ segir Chailert að lokum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.