Fimm ára drengur orðinn að andliti hörmunganna í Aleppo Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2016 09:02 Myndir af fimm ára dreng, sem nýbúið er að bjarga úr rústum byggingar sem varð fyrir loftárás í sýrlensku borginni Aleppo, hafa vakið heimsathygli eftir að þær voru birtar í gær. Á myndunum má sjá hinn fimm ára Omran Daqneesh þegar maður heldur á honum úr rústum byggingar og inn í sjúkrabíl þar sem drengnum er komið fyrir í sæti. Drengurinn er þakinn ryki og blóð rennur úr sári á enni drengsins. Aleppo Media Center, sem berst gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, birti myndbandið á YouTube seint í gærkvöldi að staðartíma og hefur fréttastofan AP staðfest að það sé ekki sviðsett. Telegraph greinir frá því að Omran sé eitt fimm barna sem særðist í umræddri árás í hverfinu Al Qaterchi þar sem uppreisnarhópar, andsnúnir stjórn Assad, ráða ríkjum. Syrian Observatory for Human Rights staðfestir að þrír hafi fallið í árásinni og tólf særst. Myndirnar af Omran hefur verið líkt við myndirnar af Alan Kurdi, þriggja ára dreng, sem fannst látinn í fjöruborðinu á tyrkneskri strönd sem vöktu gríðarlega athygli og beindu auknum sjónum að málefnum flóttamanna. Omran var fluttur á sjúkrahúsið M10 í Aleppo þar sem var hlúð að honum og var hann síðar úrskrifaður. Raf Sanchez, blaðamaður Telegraph, hefur einnig birt mynd af drengnum þar sem búið er að koma sárabindi fyrir á höfði hans.Sjá má myndband af atvikinu þegar Omran var fluttur inn í sjúkrahúsið að neðan. This picture of a wounded Syrian boy captures just a fragment of the horrors of #Aleppo : https://t.co/fzhyOrGJRQ pic.twitter.com/yfO7imauQO— Raf Sanchez (@rafsanchez) August 17, 2016 His name is Omar Daqneesh and he is 5. Here he is after treatment by some extraordinarily brave doctors in #Aleppo. pic.twitter.com/7WT4oMqExK— Raf Sanchez (@rafsanchez) August 17, 2016 Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Myndir af fimm ára dreng, sem nýbúið er að bjarga úr rústum byggingar sem varð fyrir loftárás í sýrlensku borginni Aleppo, hafa vakið heimsathygli eftir að þær voru birtar í gær. Á myndunum má sjá hinn fimm ára Omran Daqneesh þegar maður heldur á honum úr rústum byggingar og inn í sjúkrabíl þar sem drengnum er komið fyrir í sæti. Drengurinn er þakinn ryki og blóð rennur úr sári á enni drengsins. Aleppo Media Center, sem berst gegn stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, birti myndbandið á YouTube seint í gærkvöldi að staðartíma og hefur fréttastofan AP staðfest að það sé ekki sviðsett. Telegraph greinir frá því að Omran sé eitt fimm barna sem særðist í umræddri árás í hverfinu Al Qaterchi þar sem uppreisnarhópar, andsnúnir stjórn Assad, ráða ríkjum. Syrian Observatory for Human Rights staðfestir að þrír hafi fallið í árásinni og tólf særst. Myndirnar af Omran hefur verið líkt við myndirnar af Alan Kurdi, þriggja ára dreng, sem fannst látinn í fjöruborðinu á tyrkneskri strönd sem vöktu gríðarlega athygli og beindu auknum sjónum að málefnum flóttamanna. Omran var fluttur á sjúkrahúsið M10 í Aleppo þar sem var hlúð að honum og var hann síðar úrskrifaður. Raf Sanchez, blaðamaður Telegraph, hefur einnig birt mynd af drengnum þar sem búið er að koma sárabindi fyrir á höfði hans.Sjá má myndband af atvikinu þegar Omran var fluttur inn í sjúkrahúsið að neðan. This picture of a wounded Syrian boy captures just a fragment of the horrors of #Aleppo : https://t.co/fzhyOrGJRQ pic.twitter.com/yfO7imauQO— Raf Sanchez (@rafsanchez) August 17, 2016 His name is Omar Daqneesh and he is 5. Here he is after treatment by some extraordinarily brave doctors in #Aleppo. pic.twitter.com/7WT4oMqExK— Raf Sanchez (@rafsanchez) August 17, 2016
Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09