Fer Aubameyang til Barcelona eftir allt saman? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 23:30 Mögulega er trefillinn orsök þess að Auba vill fara til Barcelona. Vísir/Getty Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leiðinni til spænska stórveldisins Barcelona eftir allt saman. Spænskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag en framherjinn fljóti blés sjálfur á sögusagnir þess efnis fyrr í mánuðnum. Nú ku vera komið annað hljóð í Aubameyang. Í byrjun árs var hinn 30 ára gamli Aubameyang orðaður við spænsku meistarana eftir að það var ljóst að Luis Suarez, helsti framherji liðsins ásamt Lionel Messi og Antoine Griezmann, yrði frá í allt að fjóra mánuði. Aubameyang, fyrirliði Lundúnaliðsins, var hins vegar fljótur að gefa til kynna að hann færi ekki fet. Sögum ber ekki saman hvort Börsungar vilji fá Aubameyang á láni út tímabilið eða hvort þeir ætli sér að kaupa fyrirliðann. Eitthvað hefur víst breyst á þessum skamma tíma en Mund Deportivo telur að Auba, eins og hann er oftast kallaður, sé tilbúinn að ganga til liðs við Spánarmeistara Barcelona. Ástæðan ku vera sú að Mikael Arteta hefur engan veginn náð að snúa skelfilegu gengi liðsins við en liðið er sem stendur í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 30 stig þegar 24 umferðum er lokið. Raunar hefur Arsenal aðeins unnið tvo af síðustu 16 deildarleikjum sínum. Breyttar reglur Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gera það að verkum að Auba má spila með Barcelona í Meistaradeild Evrópu þó svo að hann hafi leikið með Arsenal í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Það er eitthvað sem heillar framherjann frá Gabon. Arsenal borgaði Borussia Dortmund tæplega 60 milljónir punda fyrir þjónustu Aubameyang í janúar 2018 og rennur sá samningur út sumarið 2021. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning og gæti Arsenal því misst hann frítt þegar þar að kemur. Aubameyang er eins og áður sagði orðinn fyrirliði Lundúnaliðsins ásamt því að vera þeirra helsti markaskorari. Frá því hann gekk til liðs við félagið hefur hann skorað 57 mörk og lagt upp önnur 13 í aðeins 91 leik. No player has scored more Premier League goals than Pierre-Emerick Aubameyang since he made his debut for Arsenal. Just imagine asking them if they want to loan him. pic.twitter.com/mfjQW3lv13— William Hill (@WilliamHill) January 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira