Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2016 19:15 Norskir fræðimenn telja, eftir rannsóknir fornsagna, að frægasta landnámskona Íslands, Auður djúpúðga, hafi verið ættuð frá bænum Hvammi við innanverðan Sognfjörð. Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. Auður djúpúðga nam Dalina alla, kallaði bæ sinn Hvamm og eftir honum fékk Hvammsfjörður nafn. Hún flúði til Íslands frá Skotlandi. Til eru talsverðar frásagnir sem tengjast lífi hennar á Bretlandseyjum. Þar stóðu karlmennirnir í kringum hana í stöðugum bardögum og tóku sér konungstign.Nær ekkert er vitað um æsku Auðar í Noregi en þar var afi hennar, Björn buna, frægur höfðingi, sagður úr Sogni, þar sem Aurlandsfjörður er meðal innfjarða. Norskir fræðimenn hafa varpað fram þeirri tilgátu að Auður hafi valið landnámsbæ sínum í Dölum nafnið Hvammur vegna þess að æskuslóðir hennar hafi verið á Aurlandi en þar finnst bæjarnafnið Kvam, eða Hvammur. Þessi kenning birtist í bók sem út kom í Noregi fyrir fimmtán árum eftir Anders Ohnstad sagnfræðing. Sonur hans, Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur, segir að þá ályktun megi draga af frásögnum sem bendi til að ættmenni Auðar djúpúðgu hafi forðast að sigla um Sognfjörð eftir að Haraldur hárfagri náði völdum í Noregi.Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur í Gudvangen á Aurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Haraldur hárfagri átti konungsgarð í Leikangri, norðanmegin í Sognfirði,“ segir Åsmund Ohnstad en íbúar þar voru hliðhollir konungi. Leiðin sem fara þurfti til að forðast Harald hárfagra og hans liðsmenn lá um annan fjörð og síðan fjallveg og hún bendi til þess að þau hafi komið frá Kvam, sem var höfðingjasetur til forna. „Með því að fara yfir fjöllin til Aurlands komust Auður og fólk hennar hjá því að sigla framhjá óvinum sínum,“ segir Åsmund. „Samkvæmt þessari kenningu er rökrétt að ætla að hún hafi verið frá Kvam í Aurlandi.“ Nánar er fjallað um Auði djúpúðgu í Landnemunum á Stöð 2.Séð út Aurlandsfjörð, sem er einn af innfjörðum Sognfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dalabyggð Landnemarnir Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Norskir fræðimenn telja, eftir rannsóknir fornsagna, að frægasta landnámskona Íslands, Auður djúpúðga, hafi verið ættuð frá bænum Hvammi við innanverðan Sognfjörð. Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. Auður djúpúðga nam Dalina alla, kallaði bæ sinn Hvamm og eftir honum fékk Hvammsfjörður nafn. Hún flúði til Íslands frá Skotlandi. Til eru talsverðar frásagnir sem tengjast lífi hennar á Bretlandseyjum. Þar stóðu karlmennirnir í kringum hana í stöðugum bardögum og tóku sér konungstign.Nær ekkert er vitað um æsku Auðar í Noregi en þar var afi hennar, Björn buna, frægur höfðingi, sagður úr Sogni, þar sem Aurlandsfjörður er meðal innfjarða. Norskir fræðimenn hafa varpað fram þeirri tilgátu að Auður hafi valið landnámsbæ sínum í Dölum nafnið Hvammur vegna þess að æskuslóðir hennar hafi verið á Aurlandi en þar finnst bæjarnafnið Kvam, eða Hvammur. Þessi kenning birtist í bók sem út kom í Noregi fyrir fimmtán árum eftir Anders Ohnstad sagnfræðing. Sonur hans, Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur, segir að þá ályktun megi draga af frásögnum sem bendi til að ættmenni Auðar djúpúðgu hafi forðast að sigla um Sognfjörð eftir að Haraldur hárfagri náði völdum í Noregi.Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur í Gudvangen á Aurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Haraldur hárfagri átti konungsgarð í Leikangri, norðanmegin í Sognfirði,“ segir Åsmund Ohnstad en íbúar þar voru hliðhollir konungi. Leiðin sem fara þurfti til að forðast Harald hárfagra og hans liðsmenn lá um annan fjörð og síðan fjallveg og hún bendi til þess að þau hafi komið frá Kvam, sem var höfðingjasetur til forna. „Með því að fara yfir fjöllin til Aurlands komust Auður og fólk hennar hjá því að sigla framhjá óvinum sínum,“ segir Åsmund. „Samkvæmt þessari kenningu er rökrétt að ætla að hún hafi verið frá Kvam í Aurlandi.“ Nánar er fjallað um Auði djúpúðgu í Landnemunum á Stöð 2.Séð út Aurlandsfjörð, sem er einn af innfjörðum Sognfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Dalabyggð Landnemarnir Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00