Ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma í senn Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2020 18:38 Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. Sóttvarnalæknir hefur í dágóðan boðað ferðatakmarkanir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Heilbrigðisráðherra fékk tillögur sóttvarnalæknis í dag sem verða teknar fyrir á fundi ríkisstjórnar á morgun. „Mínar tillögur eru þær að allir einstaklingar sem eru að koma hingað til lands, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar, að þeir þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hugmyndin er að ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma svo hægt sé að endurmeta stöðuna eftir þróun faraldursins. „Og þá endurskoðum við það þegar fram líða stundir, bæði hvernig þetta hefur gefist, hvernig hefur hegðað sér hér og í öðrum löndum, hvort við getum tekið upp einhverskonar aðrar áætlanir þá, en það er ekki tímabært að nefna það núna.“ Veittar verða undanþágur frá þessum ferðatakmörkunum fari ráðherra eftir tillögu sóttvarnalæknis. „Fólk sem er í flutningum, er í flugi og jafnvel í skipum. Það er líka hægt að fá undanþágu varðandi sóttkví B. Það er kannski fólk sem er kemur hingað og er að vinna að ákveðnum verkum. Þá er hægt að útbúa sérstaka sóttkví fyrir slíkt fólk.“ Íslenska ríkið tók upp ferðatakmarkanir sem vörðuðu ytri landamæri Schengen-ríkisins fyrr í vetur. Verði tillaga sóttvarnalæknis samþykkt munu takmarkanirnar einnig ná til innri landamæra Íslands. Landamæravarsla hér á landi yrði þá til að tryggja að þeir sem koma hingað til landsins hafi gengið frá því að þeir geti uppfyllt skilyrði um sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur lagt til að allir sem koma hingað til lands, útlendingar sem Íslendingar, sæti tveggja vikna sóttkví. Slík ferðatakmörkun mun standa yfir til 15. maí. Sóttvarnalæknir hefur í dágóðan boðað ferðatakmarkanir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Heilbrigðisráðherra fékk tillögur sóttvarnalæknis í dag sem verða teknar fyrir á fundi ríkisstjórnar á morgun. „Mínar tillögur eru þær að allir einstaklingar sem eru að koma hingað til lands, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar, að þeir þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hugmyndin er að ferðatakmarkanir gildi til skamms tíma svo hægt sé að endurmeta stöðuna eftir þróun faraldursins. „Og þá endurskoðum við það þegar fram líða stundir, bæði hvernig þetta hefur gefist, hvernig hefur hegðað sér hér og í öðrum löndum, hvort við getum tekið upp einhverskonar aðrar áætlanir þá, en það er ekki tímabært að nefna það núna.“ Veittar verða undanþágur frá þessum ferðatakmörkunum fari ráðherra eftir tillögu sóttvarnalæknis. „Fólk sem er í flutningum, er í flugi og jafnvel í skipum. Það er líka hægt að fá undanþágu varðandi sóttkví B. Það er kannski fólk sem er kemur hingað og er að vinna að ákveðnum verkum. Þá er hægt að útbúa sérstaka sóttkví fyrir slíkt fólk.“ Íslenska ríkið tók upp ferðatakmarkanir sem vörðuðu ytri landamæri Schengen-ríkisins fyrr í vetur. Verði tillaga sóttvarnalæknis samþykkt munu takmarkanirnar einnig ná til innri landamæra Íslands. Landamæravarsla hér á landi yrði þá til að tryggja að þeir sem koma hingað til landsins hafi gengið frá því að þeir geti uppfyllt skilyrði um sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira