„Dómarinn gaf þeim aukaspyrnu á silfurfati,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, brjálaður, gjörsamlega brjálaður, eftir leik Fylkis og Stjörnunnar.
„Þetta var hörmung. Ákvörðunin eyðilagði alla vinnsluna fyrir okkur. Að taka þessa ákvörðun eyðilagði leikinn. Ja hérna. Takk fyrir það.“
Stjarnan skoraði sigurmark leiksins þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hitt markið kom skömmu áður úr aukaspyrnu sem var ódýr.
„Þetta brot var bara stöðubarátta. Þetta er eins og að gefa vítaspyrnu fyrir að fá boltann í andlitið,“ sagði Hermann. „Það hefur lítið rúllað með okkur og að fá svona, svona skítagjafir. Ég segi ekki meira.“
Fylkismenn eru enn í fallsæti eftir að hafa misst af stigunum þremur í kvöld. Fimm stig eru í KR í 10. sætinu en þeir eiga leik til góða. Hermann segir að hann muni styrkja liðið fyrir lokaleikina.
„Það er hér um bil frágengið en ekki alveg,“ sagði hann. Hann vildi hins vegar bíða með að gefa upp nöfn þar til það er frágengið.
Hermann: Takk dómari fyrir að eyðileggja leikinn

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Stjarnan 1-2 | Hilmar Árni með tvö mörk í lokin
Stjörnumenn héldu öðru sætinu eftir dramatískan 2-1 endurkomusigur á Fylki í Árbænum í kvöld.