Það eru fimmtán ár í dag síðan Bergkamp skoraði þetta sturlaða mark | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 11:00 „Þið munið ekki sjá mörg mörk eins og þetta. Þetta var ótrúlegt mark.“ Þetta sagði heldur betur glaðbeittur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir leik Arsenal og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni 2. mars 2002, fyrir sléttum fimmtán árum síðan. Markið sem hann talaði um var eitt fallegasta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en það skoraði hollenski snillingurinn Dennis Bergkamp á hreint ótrúlegan hátt. Hann fékk sendingu að teignum frá Robert Pires og sneri bakinu í varnarmanninn Nikos Dabizas sem stóð fyrir aftan hollenska landsliðsmanninn. Með einni undrasnertingu sneri Bergkamp boltann framhjá Dabizas, steig hann svo út og renndi boltanum í netið framhjá Shay Given. „Ég vildi fá boltann í hlaupið en hann kom fyrir aftan mig. Ég bjóst ekki við því þannig ég hugsaði að mig skorti aðra hugmynd,“ skrifar Bergkamp um markið fræga í ævisögu sinni. „Ég vissi að varnarmaðurinn var að koma í bakið á mér og hraðinn á boltanum gat hjálpað mér. Tíu jördum áður en boltinn barst til mín tók ég ákvörðun um að snúa varnarmanninn af mér.“ Markið var ekki bara fallegt heldur mikilvægt. Arsenal var í harðri baráttu um enska meistaratitilinn og í leit að tvennunni þetta tímabilið. Newcastle var í öðru sæti fyrir leikinn en 2-0 sigur Arsenal kom því í góða stöðu. Skytturnar tryggðu sér svo enska titilinn með sigri á Manchester United á Old Trafford í byrjun maí, fjórum dögum eftir að verða bikarmeistarar eftir sigur á Chelsea á Wembley. Sky Sports er með skemmtilega umfjöllun um markið í dag sem má lesa hér. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
„Þið munið ekki sjá mörg mörk eins og þetta. Þetta var ótrúlegt mark.“ Þetta sagði heldur betur glaðbeittur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir leik Arsenal og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni 2. mars 2002, fyrir sléttum fimmtán árum síðan. Markið sem hann talaði um var eitt fallegasta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en það skoraði hollenski snillingurinn Dennis Bergkamp á hreint ótrúlegan hátt. Hann fékk sendingu að teignum frá Robert Pires og sneri bakinu í varnarmanninn Nikos Dabizas sem stóð fyrir aftan hollenska landsliðsmanninn. Með einni undrasnertingu sneri Bergkamp boltann framhjá Dabizas, steig hann svo út og renndi boltanum í netið framhjá Shay Given. „Ég vildi fá boltann í hlaupið en hann kom fyrir aftan mig. Ég bjóst ekki við því þannig ég hugsaði að mig skorti aðra hugmynd,“ skrifar Bergkamp um markið fræga í ævisögu sinni. „Ég vissi að varnarmaðurinn var að koma í bakið á mér og hraðinn á boltanum gat hjálpað mér. Tíu jördum áður en boltinn barst til mín tók ég ákvörðun um að snúa varnarmanninn af mér.“ Markið var ekki bara fallegt heldur mikilvægt. Arsenal var í harðri baráttu um enska meistaratitilinn og í leit að tvennunni þetta tímabilið. Newcastle var í öðru sæti fyrir leikinn en 2-0 sigur Arsenal kom því í góða stöðu. Skytturnar tryggðu sér svo enska titilinn með sigri á Manchester United á Old Trafford í byrjun maí, fjórum dögum eftir að verða bikarmeistarar eftir sigur á Chelsea á Wembley. Sky Sports er með skemmtilega umfjöllun um markið í dag sem má lesa hér.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira