Vegatollar: Samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 2. mars 2017 23:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00