Fótbolti

Lék viðbrögð stuðningsmanna allra tuttugu liðanna í enska boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Biðin tekur á fyrir stuðningsmenn Liverpool enda vantar liðinu aðeins sex stig í viðbót til að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár.
Biðin tekur á fyrir stuðningsmenn Liverpool enda vantar liðinu aðeins sex stig í viðbót til að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Getty/Robbie Jay Barratt

Mikil óvissa er um framhald ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eins og hjá öllum stærstu deildum Evrópu. Fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um alls kyns vangaveltur um framhaldið en ennþá er stefnan sett á að klára tímabilið.

Það á eftir að spila 92 leiki á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og flest liðin eiga eftir níu leiki.

Kórónuveirufaraldurinn hefur hins vegar séð til þess að ekkert hefur verið spilað í ensku úrvalsdeildinni í 42 daga eða síðan 9. mars síðastliðinn. Þessi langa bið hefur ekki gert liðunum auðveldara að byrja aftur að spila enda þurfa þau að taka lítið undirbúningstímabil áður en keppni hefst að nýju.

Liðin tuttugu voru missátt með gang mála fyrstu sjö mánuði tímabilsins. Hver hefði þannig trúað því að nýliðar Sheffield United væru fyrir ofan Tottenham og Arsenal.

Liverpool liðinu vantar aðeins tvo sigra til að tryggja sér langþráðan meistaratitil, Manchetser City, Leicester og Chelsea sitja í hinum Meistaradeildarsætunum og liðin í fallsætunum þremur eru Bournemouth, Aston Villa og Norwich City.

Það er því alveg ljóst að stuðningsmenn liðanna tuttugu yrði misánægðir væri sú ákvörðun tekin að þurrka út tímabilið og byrja aftur næsta haust.

Grínistinn Lloyd Griffith fékk þá hugmynd að setja sjálfan sig í spor þessara stuðningsmanna og leika viðbrögð þeirra við stöðu mála. Útkomuna má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×