Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 12:15 Ólíklegt verður að teljast að útgerðin og sjómenn muni geta náð saman ef nýundirritaður kjarasamningur verður felldur í dag að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Mikilvægt sé, ef ætlunin er að byggja upp traust milli deiluaðila, að þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu án utanaðkomandi þvingunar. Þetta kom fram í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur sem rætt var við á Sprengisandi í dag.Eins og greint hefur verið frá náðust samningar milli útgerðarinnar og sjómanna aðfaranótt laugardags eftir um 10 vikna verkfall. Samningarnir hafa verið til umræðu um helgina og greiða sjómenn nú um þá atkvæði. Úrslita er að vænta í kvöld og tvísýnt er hvor niðurstaðan verður ofan á.Sjá einnig: Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: „Þetta verður tæpt“ Heiðrún segir að henni þætti það „ömurlegt" ef samningarnir yrðu felldir. Það sé í raun kraftaverk að hennar mati að búið sé að ná kjarasamningi þegar krónan er jafn sterk og raun ber vitni.„Við erum með gríðarlegar áskoranir, bæði útgerðin og sjómenn, lækkun í tekjum og lækkun í launum. En ef þeir fella samning aftur þá auðvitað myndi ég telja að það blasi við, því miður, að við séum væntanlega ófær um að ná samningi,“ segir Heiðrún. „Ég sé það í öllu falli ekki lausn í sjónmáli en þær geta þó alltaf „poppað upp,“ bætir hún við.Sjá einnig: „Þetta er búið að taka á“ Samningsaðilum var gert grein fyrir því að líklega kæmi til lagasetningar á verkfallið ef samningar næðust ekki á allra næstu dögum.Íhlutun ekki góð fyrir traustið Slíkar fyrirætlanir ættu ekki að koma neinum á óvart að mati Heiðrúnar enda um að ræða langt verkfall sem af hlaust milljarða tón og lamar einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þegar svo ber undir „þá eru auðvitað hagsmunirnir síst þeirra sem eru við borðið.“ Heiðrún telur mikilvægt að þó samstarfs útgerðar og sjómanna sé alla jafna gott sé mikilvægt að efla traustið milli hópanna. Til þess að tryggja að svo verði til framtíðar sé ekki síst mikilvægt að það þurfi ekki utanaðkomandi þvingun, svo sem að lög verði sett eða að deilan fari fyrir gerðardóm, til að leiða verkfallið til lykta. Spjall Kristjáns Kristjánssonar við Heiðrúnu má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að útgerðin og sjómenn muni geta náð saman ef nýundirritaður kjarasamningur verður felldur í dag að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Mikilvægt sé, ef ætlunin er að byggja upp traust milli deiluaðila, að þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu án utanaðkomandi þvingunar. Þetta kom fram í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur sem rætt var við á Sprengisandi í dag.Eins og greint hefur verið frá náðust samningar milli útgerðarinnar og sjómanna aðfaranótt laugardags eftir um 10 vikna verkfall. Samningarnir hafa verið til umræðu um helgina og greiða sjómenn nú um þá atkvæði. Úrslita er að vænta í kvöld og tvísýnt er hvor niðurstaðan verður ofan á.Sjá einnig: Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: „Þetta verður tæpt“ Heiðrún segir að henni þætti það „ömurlegt" ef samningarnir yrðu felldir. Það sé í raun kraftaverk að hennar mati að búið sé að ná kjarasamningi þegar krónan er jafn sterk og raun ber vitni.„Við erum með gríðarlegar áskoranir, bæði útgerðin og sjómenn, lækkun í tekjum og lækkun í launum. En ef þeir fella samning aftur þá auðvitað myndi ég telja að það blasi við, því miður, að við séum væntanlega ófær um að ná samningi,“ segir Heiðrún. „Ég sé það í öllu falli ekki lausn í sjónmáli en þær geta þó alltaf „poppað upp,“ bætir hún við.Sjá einnig: „Þetta er búið að taka á“ Samningsaðilum var gert grein fyrir því að líklega kæmi til lagasetningar á verkfallið ef samningar næðust ekki á allra næstu dögum.Íhlutun ekki góð fyrir traustið Slíkar fyrirætlanir ættu ekki að koma neinum á óvart að mati Heiðrúnar enda um að ræða langt verkfall sem af hlaust milljarða tón og lamar einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þegar svo ber undir „þá eru auðvitað hagsmunirnir síst þeirra sem eru við borðið.“ Heiðrún telur mikilvægt að þó samstarfs útgerðar og sjómanna sé alla jafna gott sé mikilvægt að efla traustið milli hópanna. Til þess að tryggja að svo verði til framtíðar sé ekki síst mikilvægt að það þurfi ekki utanaðkomandi þvingun, svo sem að lög verði sett eða að deilan fari fyrir gerðardóm, til að leiða verkfallið til lykta. Spjall Kristjáns Kristjánssonar við Heiðrúnu má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00