Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 12:15 Ólíklegt verður að teljast að útgerðin og sjómenn muni geta náð saman ef nýundirritaður kjarasamningur verður felldur í dag að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Mikilvægt sé, ef ætlunin er að byggja upp traust milli deiluaðila, að þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu án utanaðkomandi þvingunar. Þetta kom fram í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur sem rætt var við á Sprengisandi í dag.Eins og greint hefur verið frá náðust samningar milli útgerðarinnar og sjómanna aðfaranótt laugardags eftir um 10 vikna verkfall. Samningarnir hafa verið til umræðu um helgina og greiða sjómenn nú um þá atkvæði. Úrslita er að vænta í kvöld og tvísýnt er hvor niðurstaðan verður ofan á.Sjá einnig: Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: „Þetta verður tæpt“ Heiðrún segir að henni þætti það „ömurlegt" ef samningarnir yrðu felldir. Það sé í raun kraftaverk að hennar mati að búið sé að ná kjarasamningi þegar krónan er jafn sterk og raun ber vitni.„Við erum með gríðarlegar áskoranir, bæði útgerðin og sjómenn, lækkun í tekjum og lækkun í launum. En ef þeir fella samning aftur þá auðvitað myndi ég telja að það blasi við, því miður, að við séum væntanlega ófær um að ná samningi,“ segir Heiðrún. „Ég sé það í öllu falli ekki lausn í sjónmáli en þær geta þó alltaf „poppað upp,“ bætir hún við.Sjá einnig: „Þetta er búið að taka á“ Samningsaðilum var gert grein fyrir því að líklega kæmi til lagasetningar á verkfallið ef samningar næðust ekki á allra næstu dögum.Íhlutun ekki góð fyrir traustið Slíkar fyrirætlanir ættu ekki að koma neinum á óvart að mati Heiðrúnar enda um að ræða langt verkfall sem af hlaust milljarða tón og lamar einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þegar svo ber undir „þá eru auðvitað hagsmunirnir síst þeirra sem eru við borðið.“ Heiðrún telur mikilvægt að þó samstarfs útgerðar og sjómanna sé alla jafna gott sé mikilvægt að efla traustið milli hópanna. Til þess að tryggja að svo verði til framtíðar sé ekki síst mikilvægt að það þurfi ekki utanaðkomandi þvingun, svo sem að lög verði sett eða að deilan fari fyrir gerðardóm, til að leiða verkfallið til lykta. Spjall Kristjáns Kristjánssonar við Heiðrúnu má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að útgerðin og sjómenn muni geta náð saman ef nýundirritaður kjarasamningur verður felldur í dag að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Mikilvægt sé, ef ætlunin er að byggja upp traust milli deiluaðila, að þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu án utanaðkomandi þvingunar. Þetta kom fram í máli Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur sem rætt var við á Sprengisandi í dag.Eins og greint hefur verið frá náðust samningar milli útgerðarinnar og sjómanna aðfaranótt laugardags eftir um 10 vikna verkfall. Samningarnir hafa verið til umræðu um helgina og greiða sjómenn nú um þá atkvæði. Úrslita er að vænta í kvöld og tvísýnt er hvor niðurstaðan verður ofan á.Sjá einnig: Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: „Þetta verður tæpt“ Heiðrún segir að henni þætti það „ömurlegt" ef samningarnir yrðu felldir. Það sé í raun kraftaverk að hennar mati að búið sé að ná kjarasamningi þegar krónan er jafn sterk og raun ber vitni.„Við erum með gríðarlegar áskoranir, bæði útgerðin og sjómenn, lækkun í tekjum og lækkun í launum. En ef þeir fella samning aftur þá auðvitað myndi ég telja að það blasi við, því miður, að við séum væntanlega ófær um að ná samningi,“ segir Heiðrún. „Ég sé það í öllu falli ekki lausn í sjónmáli en þær geta þó alltaf „poppað upp,“ bætir hún við.Sjá einnig: „Þetta er búið að taka á“ Samningsaðilum var gert grein fyrir því að líklega kæmi til lagasetningar á verkfallið ef samningar næðust ekki á allra næstu dögum.Íhlutun ekki góð fyrir traustið Slíkar fyrirætlanir ættu ekki að koma neinum á óvart að mati Heiðrúnar enda um að ræða langt verkfall sem af hlaust milljarða tón og lamar einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þegar svo ber undir „þá eru auðvitað hagsmunirnir síst þeirra sem eru við borðið.“ Heiðrún telur mikilvægt að þó samstarfs útgerðar og sjómanna sé alla jafna gott sé mikilvægt að efla traustið milli hópanna. Til þess að tryggja að svo verði til framtíðar sé ekki síst mikilvægt að það þurfi ekki utanaðkomandi þvingun, svo sem að lög verði sett eða að deilan fari fyrir gerðardóm, til að leiða verkfallið til lykta. Spjall Kristjáns Kristjánssonar við Heiðrúnu má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Deila sjómanna og útgerðarmanna er óleyst en deiluaðilar benda nú á ríkið. Sjómenn vilja fá skattaafslátt af dagpeningum sem kostar ríkið hundruð milljóna. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir þetta ljótan leik. Samningar milli deiluaði 17. febrúar 2017 07:00