Innlent

Sjómannadeilan leyst

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá undirritun samninga í nótt.
Frá undirritun samninga í nótt. vísir/áe
Samningar hafa tekist á milli sjómanna og útgerðarmanna og skrifuðu þeir undir kjarasamning á þriðja tímanum í nótt í Karphúsinu. 

Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði með deiluaðilum í sitthvoru lagi í kvöld. 

Hún lagði fram málamiðlunartillögu og eftir fundi sína með ráðherra héldu útgerðarmenn og sjómenn í Karphúsið þar sem þeir freistuðu þess að klára samninga. Það hefur nú tekist og er verkfalli sjómanna þar með lokið en samkvæmt heimildum fréttastofu eru samningarnir án aðkomu ríkisins.

Það má því ætla að flotinn, sem legið hefur við bryggju síðustu tvo mánuði, haldi von bráðar út á miðin en í vikunni var loðnukvótinn aukinn um 184 þúsund tonn. Loðnan stoppar hins vegar stutt við; hún hrygnir eftir um mánuð og deyr svo en þar sem verkfallinu er nú lokið ætti aflinn að nást í net. 

Samningar verða kynntir félagsmönnum áður en þeir fara í atkvæðagreiðslu. Gert er ráð fyrir að henni ljúki á sunnudagskvöld.

Samningarnir eru án aðkomu ríkisins.vísir/áe
Verkfall sjómanna hefur staðið í tvo mánuði.vísir/áe

Tengdar fréttir

Fundað vegna sjó­manna­deilunnar í sjávar­út­vegs­ráðu­neytinu

Samninganefnd sjómanna er nú á leiðinni inn til fundar við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, í ráðuneyti hennar. Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi komu til fundar í ráðuneytinu um klukkan 21 en ekki liggur fyrir hvort að sjómenn muni funda með útgerðarmönnum og ráðherra núna á eftir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.