Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: "Ég held að þetta verði mjög tæpt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2017 18:14 Atkvæðagreiðslu sjómanna lýkur annað kvöld. Vísir/Vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, telur að atkvæðagreiðslan um nýgerðan kjarasamning sjómanna muni verða mjög jöfn. Hún segir að umræða meðal sjómanna um samningana hafi verið tryllt í dag, en menn séu ósáttir við fyrirkomulagið á atkvæðagreiðslunni, en atkvæðagreiðslan fer ekki fram með rafrænum hætti og mun henni ljúka klukkan sex annað kvöld. Knappur tími sé fyrir félagsmenn til þess að kynna sér efni samninganna. „Ég skil ekki alveg lætin í þessu. Það eru 100 dagar síðan þetta byrjaði í október, 66 dagar síðan verkfall hófst, af hverju þarf þetta allt í einu að gerast á núll einni? Og um helgi þar að auki líka? „Menn ná ekkert að kynna sér þetta almennilega. Það hefur komið í ljós í þessum felldu samningum, þeir eru illa fram settir, þeir eru illa skrifaðir og það gefur augaleið að þegar þú ert búinn að keyra fólk í tuttugu tíma, þrjá daga í röð þá getur þetta ekki komið almennilega út,“ segir Heiðveig María.Algjör þvæla „Þetta er bara algjör þvæla, frá upphafi til enda, öll þessi atburðarás og endalaus vanvirðing. Það er upplifunin. Ég er búinn að fá svona 120 einkaskilaboð frá ókunnugum sjómönnum, með spurningum um hvort að þetta sé svona í alvöru, sem furða sig á þessu, hvort að kosningin sé lögleg og í lagi.“ Aðspurð um hvernig hún telji að atkvæðagreiðslan um samningana fari, segir Heiðveig að munurinn verði knappur og þykir henni samningurinn ekki merkilegur. „Þetta verður mjög tæpt, það fer eftir því hvernig menn selja þetta og hversu þreyttir menn eru orðnir. Umfram allt er þetta bara algjörlega glataður samningur og eins og einhver sagði: „Fínt að fá nokkra vettlinga, buxur og kókópöffspakka fyrir þetta helvítis tveggja mánaða verkfall. Það er allt sem þetta er,“ segir Heiðveig María. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, telur að atkvæðagreiðslan um nýgerðan kjarasamning sjómanna muni verða mjög jöfn. Hún segir að umræða meðal sjómanna um samningana hafi verið tryllt í dag, en menn séu ósáttir við fyrirkomulagið á atkvæðagreiðslunni, en atkvæðagreiðslan fer ekki fram með rafrænum hætti og mun henni ljúka klukkan sex annað kvöld. Knappur tími sé fyrir félagsmenn til þess að kynna sér efni samninganna. „Ég skil ekki alveg lætin í þessu. Það eru 100 dagar síðan þetta byrjaði í október, 66 dagar síðan verkfall hófst, af hverju þarf þetta allt í einu að gerast á núll einni? Og um helgi þar að auki líka? „Menn ná ekkert að kynna sér þetta almennilega. Það hefur komið í ljós í þessum felldu samningum, þeir eru illa fram settir, þeir eru illa skrifaðir og það gefur augaleið að þegar þú ert búinn að keyra fólk í tuttugu tíma, þrjá daga í röð þá getur þetta ekki komið almennilega út,“ segir Heiðveig María.Algjör þvæla „Þetta er bara algjör þvæla, frá upphafi til enda, öll þessi atburðarás og endalaus vanvirðing. Það er upplifunin. Ég er búinn að fá svona 120 einkaskilaboð frá ókunnugum sjómönnum, með spurningum um hvort að þetta sé svona í alvöru, sem furða sig á þessu, hvort að kosningin sé lögleg og í lagi.“ Aðspurð um hvernig hún telji að atkvæðagreiðslan um samningana fari, segir Heiðveig að munurinn verði knappur og þykir henni samningurinn ekki merkilegur. „Þetta verður mjög tæpt, það fer eftir því hvernig menn selja þetta og hversu þreyttir menn eru orðnir. Umfram allt er þetta bara algjörlega glataður samningur og eins og einhver sagði: „Fínt að fá nokkra vettlinga, buxur og kókópöffspakka fyrir þetta helvítis tveggja mánaða verkfall. Það er allt sem þetta er,“ segir Heiðveig María.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira