Heiðveig María um atkvæðagreiðsluna: "Ég held að þetta verði mjög tæpt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2017 18:14 Atkvæðagreiðslu sjómanna lýkur annað kvöld. Vísir/Vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, telur að atkvæðagreiðslan um nýgerðan kjarasamning sjómanna muni verða mjög jöfn. Hún segir að umræða meðal sjómanna um samningana hafi verið tryllt í dag, en menn séu ósáttir við fyrirkomulagið á atkvæðagreiðslunni, en atkvæðagreiðslan fer ekki fram með rafrænum hætti og mun henni ljúka klukkan sex annað kvöld. Knappur tími sé fyrir félagsmenn til þess að kynna sér efni samninganna. „Ég skil ekki alveg lætin í þessu. Það eru 100 dagar síðan þetta byrjaði í október, 66 dagar síðan verkfall hófst, af hverju þarf þetta allt í einu að gerast á núll einni? Og um helgi þar að auki líka? „Menn ná ekkert að kynna sér þetta almennilega. Það hefur komið í ljós í þessum felldu samningum, þeir eru illa fram settir, þeir eru illa skrifaðir og það gefur augaleið að þegar þú ert búinn að keyra fólk í tuttugu tíma, þrjá daga í röð þá getur þetta ekki komið almennilega út,“ segir Heiðveig María.Algjör þvæla „Þetta er bara algjör þvæla, frá upphafi til enda, öll þessi atburðarás og endalaus vanvirðing. Það er upplifunin. Ég er búinn að fá svona 120 einkaskilaboð frá ókunnugum sjómönnum, með spurningum um hvort að þetta sé svona í alvöru, sem furða sig á þessu, hvort að kosningin sé lögleg og í lagi.“ Aðspurð um hvernig hún telji að atkvæðagreiðslan um samningana fari, segir Heiðveig að munurinn verði knappur og þykir henni samningurinn ekki merkilegur. „Þetta verður mjög tæpt, það fer eftir því hvernig menn selja þetta og hversu þreyttir menn eru orðnir. Umfram allt er þetta bara algjörlega glataður samningur og eins og einhver sagði: „Fínt að fá nokkra vettlinga, buxur og kókópöffspakka fyrir þetta helvítis tveggja mánaða verkfall. Það er allt sem þetta er,“ segir Heiðveig María. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, telur að atkvæðagreiðslan um nýgerðan kjarasamning sjómanna muni verða mjög jöfn. Hún segir að umræða meðal sjómanna um samningana hafi verið tryllt í dag, en menn séu ósáttir við fyrirkomulagið á atkvæðagreiðslunni, en atkvæðagreiðslan fer ekki fram með rafrænum hætti og mun henni ljúka klukkan sex annað kvöld. Knappur tími sé fyrir félagsmenn til þess að kynna sér efni samninganna. „Ég skil ekki alveg lætin í þessu. Það eru 100 dagar síðan þetta byrjaði í október, 66 dagar síðan verkfall hófst, af hverju þarf þetta allt í einu að gerast á núll einni? Og um helgi þar að auki líka? „Menn ná ekkert að kynna sér þetta almennilega. Það hefur komið í ljós í þessum felldu samningum, þeir eru illa fram settir, þeir eru illa skrifaðir og það gefur augaleið að þegar þú ert búinn að keyra fólk í tuttugu tíma, þrjá daga í röð þá getur þetta ekki komið almennilega út,“ segir Heiðveig María.Algjör þvæla „Þetta er bara algjör þvæla, frá upphafi til enda, öll þessi atburðarás og endalaus vanvirðing. Það er upplifunin. Ég er búinn að fá svona 120 einkaskilaboð frá ókunnugum sjómönnum, með spurningum um hvort að þetta sé svona í alvöru, sem furða sig á þessu, hvort að kosningin sé lögleg og í lagi.“ Aðspurð um hvernig hún telji að atkvæðagreiðslan um samningana fari, segir Heiðveig að munurinn verði knappur og þykir henni samningurinn ekki merkilegur. „Þetta verður mjög tæpt, það fer eftir því hvernig menn selja þetta og hversu þreyttir menn eru orðnir. Umfram allt er þetta bara algjörlega glataður samningur og eins og einhver sagði: „Fínt að fá nokkra vettlinga, buxur og kókópöffspakka fyrir þetta helvítis tveggja mánaða verkfall. Það er allt sem þetta er,“ segir Heiðveig María.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira