Innlent

Sveitar­fé­lögin boða mikil­vægar veiru­að­gerðir fyrir fast­eigna­eig­endur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Vísir/vilhelm

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu leggja fram tillögu í bæjarráðum nú í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis til að milda höggið á efnahagslífið af völdum kórónuveirunnar. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir um að ræða afar mikilvægar aðgerðir fyrir fasteignaeigendur.

Umrædd sveitarfélög eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Tillagan, sem þegar hefur verið samþykkt í Garðabæ, gerir meðal annars ráð fyrir að gjalddögum ársins verði fjölgað eða frestað á árinu til að létta mánaðarlega greiðslubyrði íbúa og atvinnulífs.

Um er að ræða aðgerðir til að bregðast við þeim áhrifum sem kórónuveiran hefur haft á efnahagslífið en Reykjavíkurborg tilkynnti margþættan aðgerðapakka sinn á fimmtudag í síðustu viku.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir tillögu sveitarfélaganna nú ganga lengra að nokkru leyti.

„Og láta þetta líka ná yfir fasteignagjöldin, það er að segja þjónustugjöldin eins og vatnsveitu, holræsa- og sorphirðugjöld, að því leytinu gengur þetta lengra og einnig erum við að opna á þessa frestun sem eigendur atvinnuhúsnæðis geta sótt um fram á næsta ár og erum að setja okkur sameiginleg viðmið þar, að fyrirtækin þurfa að geta sýnt fram á að minnsta kosti 25 prósent tekjufall á milli sömu mánaða 2019 og 2020.“

Rósa segir að tillagan ætti að vera mikilvæg fyrir fasteignaeigendur.

„Við vildum bara taka af skarið og móta okkur sameiginlegar reglur og viðmið, því þetta er það sem sérstaklega eigendur atvinnuhúsnæðis eru að bíða eftir að fá skýr svör um.“


Tengdar fréttir

Rússar vakna við vondan draum

Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.