Fótbolti

Ragnar og fé­lagar taka á sig 20% launa­lækkun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í fyrri leiknum gegn Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en dönsku meistararnir fóru áfram úr einvíginu.
Ragnar í fyrri leiknum gegn Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en dönsku meistararnir fóru áfram úr einvíginu. vísir/getty

Ragnar Sigurðsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn hafa eins og mörg önnur lið í heiminum ákveðið að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar.

Þetta var tilkynnt á vef félagsins í morgun en þar segir að leikmenn, þjálfarateymi og helstu starfsmenn félagsins hafi ákveðið að taka á sig 20% launalækkun vegna veirunnar.

FCK er fyrsta danska félagið sem ákveður að taka á sig launalækkun en í viðtali við heimasíðu félagsins sagði Carlos Zeca, fyrirliði liðsins, að það væri heiður að spila fyrir félag eins og FCK. Því hefði ákvörðunin ekki verið erfið.

Ragnar gekk í raðir FCK í janúar en hefur enn ekki leikið í dönsku úrvalsdeildinin. Hann hefur leikið tvo leiki í Evrópudeildinni, báða gegn Celtic, en var á meiðslalistanum í fyrri leiknum gegn Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitunum.

FCK er í 2. sæti danska boltans, tólf stigum á eftir FC Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×