Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 11:28 Fjallið Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/SamúelKarl Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira