Lífið

Brynjar ákvað að snúa við blaðinu eftir skilnað og hefur misst þrjátíu kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin til vinstri var tekin 26. desember síðastliðinn. 
Myndin til vinstri var tekin 26. desember síðastliðinn. 

„Ég var að standa í skilnaði á þessum tíma og ákvað að núna væri rétti tíminn til að finna sjálfan mig aftur, ég er íþróttamaður að upplagi og á að geta nært líkama minn eins og slíkur,“ segir Brynjar Rögnvaldsson sem ákvað að snúa við blaðinu 1.október á síðasta ári og byrja að hreyfa sig. Brynjar er 36 ára og starfar sem aðstoðar matráður á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

„Mataræðið var tekið gjörsamlega í gegn og þá sérstaklega þessi kolvetnafíkn , en ég er mjög háður brauðmeti , sykri og einföldum kolvetnum. Skar það algjörlega niður og reyndi að vera heiðarlegur við mig að fara 3-4 sinnum í viku á hlaupabrettið og lyfta þungum lóðum. Frá því 1. október hef ég misst 30 kg og stefni að 5-10 kg í viðbót.“

Nú stendur yfir samkomubann hér á landi sem hefur þau áhrifa að lokað er í líkamsræktarstöðvar.

„Í ástandinu núna nota ég öll tækifæri til að æfa heima hjá mér, styrktaræfingar og magaæfingar og lyfta lóðum . Einnig gerir klukkutíma göngutúr mikið fyrir mann líkamlega og andlega þessa dagana.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×