Kane gæti yfirgefið Tottenham ef liðið stefnir ekki í rétta átt Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 21:00 Harry Kane er markaskorari af guðs náð. Hann er fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins. vísir/getty Harry Kane, fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins, útilokar ekki að hann gæti yfirgefið félagið á næstum árum. Hann stefnir á að vinna titla og ef Tottenham stefnir ekki í rétta átt gæti hann farið frá félaginu. Kane hefur verið í herbúðum Tottenham frá því að hann ellefu ára gamall og hefur leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir aðallið félagsins en hefur verið meiddur að undanförnu. Hann segir, í viðtali við Jamie Redknapp á Instagram, fyrr í dag að hann gæti hugsað sér að skipta um lið en það sé ekki meitlað í stein. „Þetta er einn af þeim hlutum þar sem þú getur ekki sagt já eða nei. Ég elska Tottenham og mun alltaf elska Tottenham. Ég hef alltaf sagt að ef við erum ekki að bæta okkur eða stefna í rétta átt þá mun ég ekki bara vera hérna áfram, bara til þess að vera hér,“ sagði Kane. I ve always said if I don t feel we re progressing as a team or going in the right direction, then I m not someone to just stay there for the sake of it. Harry Kane has refused to rule out leaving Spurs if he feels he cannot achieve what he wants to at the club.— Sky Sports (@SkySports) March 29, 2020 „Ég er metnaðarfullur leikmaður og ég vil bæta mig og verða betri. Ég vil verða topp, topp leikmaður. Þetta veltur allt á því hvernig liðið verður og hversu mikið það bætir sig sem lið. Svo það er ekki skrifað í skýin að ég verði hér að eilífu en þetta er samt sem áður ekki nei við þeirri spurningu.“ Tottenham komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en tapaði þar fyrir Liverpool. „Við höfum verið að segja í nokkur ár núna að við erum með frábært lið en af einhverjum ástæðum þá hefur okkur ekki tekist að vinna titla og ef þú horfir á liðið utan frá þá er þetta lið sem á að geta það. Það er erfitt að taka því sem leikmaður.“ „Ég vil vinna í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þegar þú kemst svo nálægt því og nærð ekki markmiðum þínum er erfitt að standa upp aftur. Allt sem við getum gert er að gefa allt okkar, leggja allt í hvern einasta leik og vinna bikara en okkur hefur ekki tekist það hingað til.“ Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Harry Kane, fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins, útilokar ekki að hann gæti yfirgefið félagið á næstum árum. Hann stefnir á að vinna titla og ef Tottenham stefnir ekki í rétta átt gæti hann farið frá félaginu. Kane hefur verið í herbúðum Tottenham frá því að hann ellefu ára gamall og hefur leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir aðallið félagsins en hefur verið meiddur að undanförnu. Hann segir, í viðtali við Jamie Redknapp á Instagram, fyrr í dag að hann gæti hugsað sér að skipta um lið en það sé ekki meitlað í stein. „Þetta er einn af þeim hlutum þar sem þú getur ekki sagt já eða nei. Ég elska Tottenham og mun alltaf elska Tottenham. Ég hef alltaf sagt að ef við erum ekki að bæta okkur eða stefna í rétta átt þá mun ég ekki bara vera hérna áfram, bara til þess að vera hér,“ sagði Kane. I ve always said if I don t feel we re progressing as a team or going in the right direction, then I m not someone to just stay there for the sake of it. Harry Kane has refused to rule out leaving Spurs if he feels he cannot achieve what he wants to at the club.— Sky Sports (@SkySports) March 29, 2020 „Ég er metnaðarfullur leikmaður og ég vil bæta mig og verða betri. Ég vil verða topp, topp leikmaður. Þetta veltur allt á því hvernig liðið verður og hversu mikið það bætir sig sem lið. Svo það er ekki skrifað í skýin að ég verði hér að eilífu en þetta er samt sem áður ekki nei við þeirri spurningu.“ Tottenham komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en tapaði þar fyrir Liverpool. „Við höfum verið að segja í nokkur ár núna að við erum með frábært lið en af einhverjum ástæðum þá hefur okkur ekki tekist að vinna titla og ef þú horfir á liðið utan frá þá er þetta lið sem á að geta það. Það er erfitt að taka því sem leikmaður.“ „Ég vil vinna í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þegar þú kemst svo nálægt því og nærð ekki markmiðum þínum er erfitt að standa upp aftur. Allt sem við getum gert er að gefa allt okkar, leggja allt í hvern einasta leik og vinna bikara en okkur hefur ekki tekist það hingað til.“
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira