Kane gæti yfirgefið Tottenham ef liðið stefnir ekki í rétta átt Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 21:00 Harry Kane er markaskorari af guðs náð. Hann er fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins. vísir/getty Harry Kane, fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins, útilokar ekki að hann gæti yfirgefið félagið á næstum árum. Hann stefnir á að vinna titla og ef Tottenham stefnir ekki í rétta átt gæti hann farið frá félaginu. Kane hefur verið í herbúðum Tottenham frá því að hann ellefu ára gamall og hefur leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir aðallið félagsins en hefur verið meiddur að undanförnu. Hann segir, í viðtali við Jamie Redknapp á Instagram, fyrr í dag að hann gæti hugsað sér að skipta um lið en það sé ekki meitlað í stein. „Þetta er einn af þeim hlutum þar sem þú getur ekki sagt já eða nei. Ég elska Tottenham og mun alltaf elska Tottenham. Ég hef alltaf sagt að ef við erum ekki að bæta okkur eða stefna í rétta átt þá mun ég ekki bara vera hérna áfram, bara til þess að vera hér,“ sagði Kane. I ve always said if I don t feel we re progressing as a team or going in the right direction, then I m not someone to just stay there for the sake of it. Harry Kane has refused to rule out leaving Spurs if he feels he cannot achieve what he wants to at the club.— Sky Sports (@SkySports) March 29, 2020 „Ég er metnaðarfullur leikmaður og ég vil bæta mig og verða betri. Ég vil verða topp, topp leikmaður. Þetta veltur allt á því hvernig liðið verður og hversu mikið það bætir sig sem lið. Svo það er ekki skrifað í skýin að ég verði hér að eilífu en þetta er samt sem áður ekki nei við þeirri spurningu.“ Tottenham komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en tapaði þar fyrir Liverpool. „Við höfum verið að segja í nokkur ár núna að við erum með frábært lið en af einhverjum ástæðum þá hefur okkur ekki tekist að vinna titla og ef þú horfir á liðið utan frá þá er þetta lið sem á að geta það. Það er erfitt að taka því sem leikmaður.“ „Ég vil vinna í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þegar þú kemst svo nálægt því og nærð ekki markmiðum þínum er erfitt að standa upp aftur. Allt sem við getum gert er að gefa allt okkar, leggja allt í hvern einasta leik og vinna bikara en okkur hefur ekki tekist það hingað til.“ Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Harry Kane, fyrirliði Tottenham og enska landsliðsins, útilokar ekki að hann gæti yfirgefið félagið á næstum árum. Hann stefnir á að vinna titla og ef Tottenham stefnir ekki í rétta átt gæti hann farið frá félaginu. Kane hefur verið í herbúðum Tottenham frá því að hann ellefu ára gamall og hefur leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir aðallið félagsins en hefur verið meiddur að undanförnu. Hann segir, í viðtali við Jamie Redknapp á Instagram, fyrr í dag að hann gæti hugsað sér að skipta um lið en það sé ekki meitlað í stein. „Þetta er einn af þeim hlutum þar sem þú getur ekki sagt já eða nei. Ég elska Tottenham og mun alltaf elska Tottenham. Ég hef alltaf sagt að ef við erum ekki að bæta okkur eða stefna í rétta átt þá mun ég ekki bara vera hérna áfram, bara til þess að vera hér,“ sagði Kane. I ve always said if I don t feel we re progressing as a team or going in the right direction, then I m not someone to just stay there for the sake of it. Harry Kane has refused to rule out leaving Spurs if he feels he cannot achieve what he wants to at the club.— Sky Sports (@SkySports) March 29, 2020 „Ég er metnaðarfullur leikmaður og ég vil bæta mig og verða betri. Ég vil verða topp, topp leikmaður. Þetta veltur allt á því hvernig liðið verður og hversu mikið það bætir sig sem lið. Svo það er ekki skrifað í skýin að ég verði hér að eilífu en þetta er samt sem áður ekki nei við þeirri spurningu.“ Tottenham komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en tapaði þar fyrir Liverpool. „Við höfum verið að segja í nokkur ár núna að við erum með frábært lið en af einhverjum ástæðum þá hefur okkur ekki tekist að vinna titla og ef þú horfir á liðið utan frá þá er þetta lið sem á að geta það. Það er erfitt að taka því sem leikmaður.“ „Ég vil vinna í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þegar þú kemst svo nálægt því og nærð ekki markmiðum þínum er erfitt að standa upp aftur. Allt sem við getum gert er að gefa allt okkar, leggja allt í hvern einasta leik og vinna bikara en okkur hefur ekki tekist það hingað til.“
Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira