Fótbolti

Xavi veit ekki hvort Neymar passi félagslega inn í Barcelona-liðið og horfir til Gnabry og Sancho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xavi og Neymar er liðið varð spænskur meistari árið 2015.
Xavi og Neymar er liðið varð spænskur meistari árið 2015. vísir/getty

Xavi, sem nú stýrir Al Sadd í Katar, er tilbúinn að taka við uppeldisfélagi sínu Barcelona fyrr en síðar. Hann segir þó að allt þurfi að vera í góðu lagi í búningsklefanum og enginn eituráhrif. Hann veit ekki hvort að koma Neymar aftur til félagsins væri góð hugmynd.

Miðjumaðurinn spilaði nær allan sinn feril með félaginu. Hann spilaði rúmlega 700 leiki fyrir félagið fá 1998 til 2015 áður en hann hélt til Katar þar sem hann kláraði ferilinn með Al Sadd. Síðar tók hann svo við liðinu.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er Xavi tilbúinn að taka við Barcelona-liðinu en Quique Setién er nú þjálfari liðsins. Hann er með samnings til 2022.

Brasilíski snillingurinn Neymar hefur reglulega verið orðaður við endurkoma til Barcelona en Xavi veit ekki hvort að hann passi inn í félagið. Hann nefnir tvo aðra sem gætu passað enn betur í liðið.

„Ég veit ekki hvort að Neymar myndi henta inn í liðið félagslega en fótboltalega er ég viss um að það yrði rosaleg kaup. Þeir þurfa ekki svo marga leikmenn, kannski leikmenn eins og Jadon Sancho, Serge Gnabry,“ sagði Xavi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×