Innlent

Kínverskir íslenskunemar senda þjóðinni baráttukveðjur

Sylvía Hall skrifar
Nemarnir senda Íslendingum fallegar kveðjur í myndbandinu.
Nemarnir senda Íslendingum fallegar kveðjur í myndbandinu. Skjáskot

Nemendur í íslenskunámi við Beijing Foreign Studies University hafa gert myndband þar sem þeir senda íslensku þjóðinni baráttukveðjur á íslensku. Þá þakka þeir Íslendingum jafnframt fyrir stuðning undanfarna mánuði og minna á að ástandið muni batna.

„Nú er erfiður tími fyrir alla en aðstæður í Kína eru miklu betri en þær voru fyrir nokkrum mánuðum, það er að segja að COVID-19 er hræðileg en ekki ósigrandi. Ég trúi á það að Íslendingar geti örugglega sigrast á erfiðleikunum. Þetta reddast, áfram Ísland,“ segir einn nemandinn í myndbandinu.

Aðrir nemendur taka í sama streng og hrósa meðal annars ríkisstjórninni fyrir skjót viðbrögð. Þau hafi fulla trú á því að þjóðin geti sigrast á faraldrinum með jákvæðni og skynsemi.

„Nú til dags er mikilvægt að nota andlitsgrímu, þvo hendurnar og reyna að fara ekki á fjölmenna staði. Verið róleg og líka vongóð. Þetta reddast.“

Klippa: Kínverskir íslenskunemar senda þjóðinni baráttukveðjur


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×