Fótbolti

„Erum með plan A, B og C en ef það gengur ekki upp er tíma­bilið lík­lega úr sögunni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aleksander Ceferin er forseti UEFA. Hans bíður erfitt verkefni að fá allt til að smella saman eftir faraldurinn.
Aleksander Ceferin er forseti UEFA. Hans bíður erfitt verkefni að fá allt til að smella saman eftir faraldurinn. vísir/getty

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hann og hans menn innan veggja UEFA í samráði við allar Evrópudeildirnar séu að leita ráða til þess að klára yfirstandandi tímabil.

Flest allur fótbolti í Evrópu er nú á ís vegna kórónuveirunnar og nokkrar deildir hafa ekki spilað leik í tæpan mánuð. Því hefur komið upp óvissa hvort og hvenær verði hægt að klára tímabilið.

„Enginn veit hvenær faraldurinn mun enda. Við erum með plan A, B og C: að byrja í miðjum maí, í júní eða í enda júní,“ sagi forsetinn í samtali við dailyLa Repubblica á Ítalíu.

„Ef við getum ekki framkvæmt neinn af þeim möguleikum þá er tímabilið líklega úr sögunni. Það er líka möguleiki á því að enda tímabilið í byrjun þess næsta og því yrði frestað og byrjaði síðar,“ sagði forsetinn.

Enski boltinn á að funda þann 3. apríl en stefnt var á að byrja úrvalsdeildina þar í landi 30. apríl. Afar líklegt er að svo verður ekki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.