Fótbolti

Átta leikmenn West Ham með einkenni kórónuveirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moyes trúir þessu ekki. Átta leikmenn liðsins eru komnir í sjálfskipað sóttkví.
Moyes trúir þessu ekki. Átta leikmenn liðsins eru komnir í sjálfskipað sóttkví. vísir/getty

Átta leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham eru nú í einangrun eftir að þeir sýndu einkenni kórónuveirunnar en Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu í dag.

Ekki er vitað um líðan leikmannanna eða hvaða leikmenn um ræðir en sagt er frá því í fréttinni að leikmennirnir sýni væg einkenni. Þeir hafa þó ekki verið sendir í prufu.

Varaformaður West Ham,Karren Brady, segir að félögin í ensku úrvalsdeildinni séu tilbúin til þess að leika inn í júlí til þess að ná að klára leiktíðina en deildin er í uppnámi.

Hefja átti aftur leik þann 30. apríl en nú er talið afar ólíklegt að enski boltinn fari þá aftur af stað. Félögin í deildinni áætla að hittast á fundi þann 3. apríl og ræða stöðuna sem upp er komin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.