Innlent

Jarðskjálftahrina norðan við Eldey

Andri Eysteinsson skrifar
Upptök hrinunnar var skammt frá Eldey,sem sést hér.
Upptök hrinunnar var skammt frá Eldey,sem sést hér. Vísir/Egill A.

Fjórir skjálftar yfir 3,0 að stærð mældust í jarðskjálftahrinu sem hófst skömmu fyrir klukkan 15 í dag. Upptök skjálftanna var rétt norðan við Eldey á Reykjaneshrygg rúma 10 kílómetra af Reykjanesté.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að tveir stærstu skjálftarnir hafa verið 3,5 að stærð. Engin gosórói er þó sjáanlegur á mælum og engar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð hafa borist.

Hrinur sem þessar eru ekki óalgengar á Reykjaneshryggnum og mældust samskonar hrinur í nóvember 2019 og í janúar á þessu ári. Stærstu skjálftarnir þá mældust yfir 4,0 að stærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.