Mikilvægt að virða samkomubann þó úrvinnslusóttkví sé lokið Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 28. mars 2020 11:39 Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Vísir Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Sjá meira
Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?